Sjórinn tekur ekki endalaust við.

"Lengi tekur sjórinn við" er gamalt íslenskt máltæki, sem nú er að snúast í andhverfu sína, svo hröð er sú óheillaþróun sem í gangi er í því efni í því efni hvar varðar súrnun sjávar.

Höfuðástæðan fyrir hinni miklu súrnun sjávar er að aukið kolefnismagn í andrúmsloftinu berst í sjóinn. 

Það má sjá á samfélagsmiðlum að sumir telja það aðför að velsæld og sem mestum hagvexti og neyslu að draga úr notkun á plasti. 

Þeir skella skollaeyrum við þeim sannleika að rétt eins og það eyðist sem af er tekið, þá fyllist það rými sem takmarkað er. 

Plastagnir eru nú þegar komnar í líkama fugla og dýra og finnast meira að segja á jöklum og má furðu gegna að mönnum sé slétt sama um það, hvert stefnir, ef ekkert er að gert.  


mbl.is Plastmengun og súrnun sjávar áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sagði ekki Jónas Kristjánsson: "Fólkið fær það sem það kýs."

Jónas Kristjánsson heitinn nefndi það oft í skrifum sínum, að það stoðaði lítið fyrir fólk að kvarta og kveina yfir ráðamönnum þjóðarinnar, því að þessi sömu ráðamenn væru einmitt þeir frambjóðendur í kosningum, sem fólk hefði kosið. 

Fyrir kosningarnar núna blastið það við allt kjörtímabilið í skoðanakönnunum, að enda þótt ríkisstjórnarflokkarnir hefðu ekki meirihlutastuðning, vildi tryggur meirihluti kjósenda tvennt: Hafa stjórnina samt áfram og að Katrín Jakobsdóttir væri forsætisráðherra. 

Enginn veit með vissu hvort skoðanakannanirnar fjölmörgu voru réttar miðað við þann tíma, sem þær voru teknar á.  

Það er alls ekki óhugsandi að Sósíalistaflokkurinn hafi toppað of snemma og tapað fylgi til Flokks fólksins sem boðaði enga rauða byltingu, heldur umbætur til hinna verst settu. 

Líka er vel hugsanlegt að ísmeygilegar auglýsingar Framsóknarflokksins um að úrslitin réðust á miðjunni og best væir að kjósa bara Framsóknarflokkinn virkuðu á síðustu stundu á kjördegi. 

Katrín hafði allan tímann yfirburða stöðu í skoðanakönnunum í hlutverki forsætisráðherra og hélt velli við annan mann í sínu kjörædæmi. 

Nú liggja úrslitin fyrir og sýna, að ekki munaði miklu að Sjallar og Framsókn næðu meirihluta vegna þess að óréttlátur hár þröskuldur olli því að 4 prósent atkvæða Sósíalistaflokksins féllu "dauð niður". 

 


mbl.is Lokatölur á landsvísu: Ríkisstjórnin heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Námsmenn erlendis utankjörstaðar réðu úrslitum 1978.

Svona var sólarlagið að kvöldi kjördags, með háhýsin í Reykjavík í forgrunni og spurningin er fyrir hvað sólarlagið gæti staðið sem tákn.Sólarlag 25.sept 21

Og þá kemur fortíðin upp í hugann, til dæmis það, þegar öll atkvæði innanlands höfðu verið talin í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík undir morgun og borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins hélt velli, átti bara eftir að telja utankjörstaðaatkvæði. 

Þegar þau höfðu öll verið talin kom í ljós að meirihlutinn þrásetni var fallinn. 

Ein af úrskýringunum á þessu var sú, að námsmenn erlendis væru það fjölmennir meðal þeirra esm greiddu atkvæði utan kjörstaðar og eftir undanfarin baráttuár þeirra við stjórnvöld, væru þeir rótttækir og hefðu riðið baggamuninn. 

Utankjörstaðaatkvæði í kosningum nú eru margfalt fleiri en fyrir 43 árum og vegna þess hve miklu þau geta breytt væri gaman að vita hverjir eru í þessum stóra hópi. 

Stór hluti af honum hljóta að vera þeir sem Covid hafið áhrif á og enn eru Íslendingar erlendis margir, bæði sem ellibelgir, í störfum og námi, og skoðanakannanir hafa sýnt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur meira fylgi hjá´hinum eldri en hinum yngri. 

Af þessu má ráða að utankjörstaðaatkvæði muni frekar gagnast Sjöllum og þar með núverandi ríkisstjórnarflokkum heldur en stjórnarandstöðunni.  

Þar með berast böndin að lýðræði. 

Og talað er um lýðræði, liggja tvær staðreyndir aðallega fyrir:

Í fjögur ár hefur ríkisstjórnin sem heild haft meirihluta þjóðarinnar í skoðanakönnunum með sér...,

... og sömuleiðis hefur Katrín Jakobsdóttir verið með yfirburða fylgi yfir aðra hvað snertir forsætisráðherraembættið. 

 


mbl.is „Sjáum hvernig nóttin brosir við okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband