Sá meirihluti ræður, sem hefur það bara þokkalegt.

Það má leggja sitthvað út af tilvitnuðum orðum Jónasar heitins Kristjánssonar um að fólkið fái þá ráðamenn sem það kýs. 

Til dæmis má sjá, að til eru annars konar meirihlutar meðal kjósenda en þessir hefðbundnu, sem eru flokksfólk.  

Og þessir meirihlutar koma ýmsu fram, bæði beint og óbeint. 

Hvers vegna skyldi Helgi Pétursson segja í viðtali að allir íslensku flokkarnir hafi frá upphafi aldarinnar brugðist gamla fólkinu og öryrkjunum, þrátt fyrir síendurtekin loforð um hið gagnstæða?

Það skyldi þó ekki vera vegna þess, að sá þjóðfélagshópur sem hefur það verst og er læst inni í verri fátækragildru skerðinga en þekkist í öðrum löndum, er minnihlutahópur, þótt fjöldinn skipti jafnvel tugum þúsunda. 

Og þrátt fyrir að skoðanakannanir sýni að meirihluti kjósenda vilji beint persónukjör, er þverpólitískur meirihluti þingmanna ævinlega í þeirri stöðu að vera í "öruggum sætum" hverja kosninganóttina eftir aðra. 


mbl.is Náðu ekki inn á þing eftir harðan slag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Murphy sýndi mátt sinn.

Það, sem gerst hefur við talningu atkvæða í kosningunum, er mun líklegra að hafa stafað af mannlegum mistökum en nokkru öðru.  

Ástæðan er eins einföld og algeng og verða má og felst í svonefndu lögmáli Murphys, sem hljómar einhvern veginn þannig, að ef mögulegt sé tæknilega að gera eitthvað á rangan hátt eða ef eitthvað geti farið úrskeiðis, muni það gerast fyrr eða síðar og jafnvel miklu fyrr en nokkurn gruni. 

Af þessum sökum er æsingur og órói út af því að sjö atkvæði lentu á skökkum stað á Norðvesturlandi að miklu leyti ástæðulítill.  

Ef farið verður að endurtelja á landinu öllu er hætt vð að stefni í það að, að það verði alltaf gert og að á endanum verði kosningadagarnir þrír, kosið fyrsta daginn og síðan talið annan daginn og að lokum þriðja daginn, því að tvöföld talning krefst nægilegrar hvíldar. 

Annars eykst bara hættan á því seinni talningin mistakist. 


mbl.is Vill að endurtalið verði á landinu öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnkandi áhugi hinna yngstu er rannsóknarefni.

Það er athugunarefi af hverju yngstu árgangar fólks á kjörskrá hefur minnkandi áhuga á að neyta kosningaréttar síns. Mörg þeirra bera því við að það sé vesen að kjósa á fleiri vegu en að fara á kjörstað. 

Það er ekki langt síðan það var keppikefli ungs fólks að afla sér ökuréttinda en nú eru miklu fleiri en áður sem er slétt sama um þau. 

Þar með geta þau ekki framvísað ökuskírteini og einnig eru hvergi nærri allir með íslykil eða önnur gild skilríki.  

Síðuhafi framvísaði vegabréfi sínu vegna þess að ljósmyndin á nýju ökuskírteini var svo þokukennd, að hún hefði alveg eins geta verið af hveitipoka. 


mbl.is Næstlægsta kjörsókn sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband