Hvað segja "kuldatrúarmenn" við þessu?

Síðusta áratug hafa efasemdarmenn um loftslagsbreytingar farið mikinn í því að fullyrða að "40 þúsund fífl" hafi verið á Parísarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í desember 2015. Allt væri að ruglu og bábiljur, sem þar hafi verið rætt, hvað þá niðurstaða ráðstefnunnar. 

Margir þessara "kuldatrúarmanna", meðal annars í bloggheimum og netheimum, gengu lengra og færðu fram fjölda niðurstaðna "virtra vísindamanna" sem sýndu hið þveröfuga, að loftslag "færi hratt kólnandi" og að vísindalegar niðurstöður sem Parísarráðstefnan byggðist á, væru tilbúningur einn og falsfréttir. Landris v hlýnunar

Enn fengu kuldatrúarmenn byr í seglin með tilkomu Donalds Trumps sem bætti við betur og kvaðst ætla beita sér fyrir því  að láta reka alla falsvísindamanna heimsins og ráða "alvöru" vísindamenn í staðinn. (Sem voru væntanlega sammála honum). 

Svo langt gekk þetta, að birtar voru myndir, sem áttu að sýna að jöklarnir hefðu gengið langt fram, og einna lengst skriðjökull á vesturströnd Grænlands, um meira en hundrað kílómetra síðan seint á 19. öld  og væri enn á framskriði! 

Myndir af rýrnun íslenskra jökla taldi einn kuldatrúarmaðurinn falsaðar á þann veg, að íslenskir vísindmenn sneru þeim við; myndirnar sem ættu að sýna jökulinn eins og hann var, væru í raun af honum eins og væri núna, - og ofugt. 

Hjá Landmælingum Íslands hefur verið unnið að því í aldarfjórðung undir forystu þýska prófessorsins Ulrich Munzers að koma upp mælipunktum á völdum stöðum fyrir nákvæmar gps hæðarmælingar. 

Nú sést hér á viðtengdri frétt á mbl. kort sem sýnir á grundvelli þessara mælinga, það sem íslenskir vísindindamenn höfðu spáð fyrir, að sá hluti landsins, þar sem mestir jöklar eru, hefur risið um allt að 20 sentimetrum samfara rýrnun jöklanna. 

Einn kuldatrúarmanna kvaðst fyrir nokkrum árum hafa brugðið máli sjálfur á jöklana og komist að því sjálfur með hliðsjón af gögnum frá NASA, og hið rétta væri, að jöklarnir væru ekkert að minnka! 

Hvað skyldu hann og hans skoðanabræður segja núna um þessi nýju gögn? 

Falsanir fyrir 40 þúsund fífl?  

Missýning milljóna ferðamanna sem hafa farið framhjá jökulsporðunum? 


mbl.is Landrisið er beintengt afkomu jökla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Neðanjarðarstuðlaberg.

Þegar finna þurfti hrafntinnu til nota við endurbyggingu Þjóðleikhússins þurfti að gæta vel að varðandi umhverfisáhrif þess að sækja hrafntinnu austur í Hrafntinnusker til nota í hvelfingu salarins. Fundin var viðunandi lausn á því máli. 

Fyrir um þremur áratugum kom í ljós, að undir yfirborði svæðis í Hrunamannahreppi var að finna gríðarlegt magn af stuðlabergi og var þá gerð þar náma til að nýta þetta fallega blágrýti. 

Teknar voru af því kvikmyndir fyrir sjónvarpsfréttir og það reifað, að ef þarna hefði verið um stuðlaberg á yfirborði að ræða, líkt og til dæmis Dverghamrar á Síðu, mætti ekki raska slíkri náttúruperlu. 

Öðru máli gilti um stuðlabergið í hreppum, sem ósnortið hefði aldrei glatt neinn, heldur falið þar sjónum manna um aldur og ævi. 

Í staðinn er nú upplýst, að stuðlabergið úr Hrepphólanámu mun gleðja augu þeirra, sem njóta munu útlits nýbyggingar Landsbankans. 


mbl.is Bankinn klæddur stuðlabergi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstein: "Fjórða heimsstyrjöldin verður háð með grjótkasti og spýtubareflum."

Albert Einstein var aldrei sáttur við það að hafa ásamt fleiri vísindamönnum staðið að smiði kjarnorkuvopnga.

Sagt er, að hann hafi verið spurður um hættuna á þriðju heimsstyrjöldinni, á hann að hafa svarað því til kaldhæðnislega, að erfitt væri að segta til um það nákvæmlega, en hitt vissi hann, að ef fjórða heimsstyrjöldin yrði háð yrði það gert með grjótkasti og spýtum. 

Rétt eins og sáralitlu munaði að annað stórslysið í Chernobyl yrði á dögunum, er hættan á að núverandi styrjöld stigmagnist upp í allherjar kjarnorkuheimsstyrjöld sem byndi enda á heimsmenninguna, líkt og Einstein ku hafa ýjað að.  

Rússar eiga 6200 kjarnorkuvopn til þess að vinna upp styrkleikamuninn í venjulegum herbúnaði hjá þeim og NATO. 

Í því felst hættan á því að Pútín leiðist út í að nota kjarnorkuvopn ef hann fer verulega halloka í hefðbundinni styrjöld, eða að notkun slíkra vopna verði fyrir slysni að eldsneyti fyrir ragnarök kjarnorkustyrjaldar. MAD/GAGA lætur ekki að sér hæða. 


Einstein: "Fjórða heimsstyrjöldin verður háð með grjótkasti og spýtum."

Albert Einstein var aldrei sáttur við það að hafa staðið að smiði kjarnorkuvopnga. Sagt er, að hann hafi verið spurður um hættuna á þriðju heimsstyrjöldinni, á hann að hafa svarað því til kaldhæðnislega, að erfitt væri að svara því nákvæmlega, en hitt vissi hann, að ef fjórða heimsstyrjöldin yrði háð með grjótkasti og spýtum. 

Rétt eins og sáralitlu munaði að annað stórslysið í Chernobyl yrði á dögunum, er hættan á að núverandi styrjöld stigmagnist upp í allherjar kjarnorkuheimsstyrjöld sem byndi enda á heimsmenninguna, líkt og Einstein ku hafa ýjað að.  

Rússar eiga 6200 kjarnorkuvopn til þess að vinna upp styrkleikamuninn í venjulegum herbúnaði hjá þeim og NATO. 

Í því felst hættan á því að Pútín leiðist út í að nota kjarnorkuvopn ef hann fer verulega halloka í hefðbundinni styrjöld, eða að notkun slíkra vopna verði fyrir slysni að eldsneyti fyrir ragnarök kjarnorkustyrjaldar. 


mbl.is Hvernig komið var í veg fyrir stórslys í Tjernobyl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband