"Hrægammar" og "spákaupmenn" birtast á ný.

Hrunið 2008 innleiddi nokkur óalgeng orð, sem komust á allra varir. Dæmi um þau voru "hrægammar" "vogunarsjóðir" og "spákaupmenn og "Hrunverjar."  

Fyrsti "hrægammurinn" sem hagnaðist á gjaldþrotum var kominn til Íslands strax á fyrstu Hrundögnum til þess að láta til sín taka á "brunaútsölum." 

Þessir fulgifiskar Hrunsins voru fyrirferðarmiklir í nokkur ár eftir Hrunið meðan verið var að gera öll ósköpin upp en hurfu síðan úr umræðunni. 

Þegar svo var komið, er það athyglisvert að þessar vofur fortíðarinnar reynast sprelllifandi að því er virðist og gamalkunnur hrollur fer um marga. 


mbl.is Hafi ekki séð fyrir að „spákaupmenn“ myndu fá hlut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úkraína: Klukkan færð aftur fyrir Florence Nightingale og Krímstríðið 1853-1856..

Krímstríðið hið fyrra mætti kalla það stríð sem háð var við Svartahaf 1853-1856, og stríðið í Úkraínu núna mætti kalla Seinna Krímstríðið, því að í raun hófst það með hernámi Krím árið 2014.  

Stríðið á austurvígstöðvunum 1941-1945 varð miklu illvígara en stríðið á vesturvígstöðvunum 1939 vegna þess að Sovétríkin voru ekki aðilar að Genfarsáttmálanum, sem varð hluti af arfleifð brautryðjendastarfi Florence Nightingale. 

Nú er engu líkara en að búið sé að færa klukkuna aftur á bak aftur fyrir Krímstríðið fyrra og arfleifð Florence Nightinggale og er nöturlegt þegar slikt gerist á svipuðum slóðum og varð kveikjan að ómetanlegu ævistarfi einhverrar merkustu konu mannkynssögunnar. 


mbl.is „Stríðið dregur fram það versta og besta í fólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband