Kirkjurnar í Coventry og Köln.

Í Seinni heimsstyrjöldinni fóru stórkostleg menningarverðmæti forgörðum í loftárásum beggja aðila. Nöfn dómkirknanna í Coventry í Bretlandi og Köln í Þýskalandi koma upp í hugann. 

Einkum var eyðileggingin í Coventry 14. nóvember 1940 hræðileg, því að í þeirri árás einbeittu Þjóðverjar sér að borgum með menningarminjum og virtist það vera hluti af þeirri ætlun að brjóta barúttuþrek Breta niður. Eyðileggingin var nær alger í Coventry, því aðeins útveggir stóðu eftir af kirkjunni.  

Í Köln sprungu um 70 sprengjur í eða alveg við kirkjuna og varð hún, einkum þakið, illa úti, en fyrir harðvítugt starf slökkviliðs tókst að leggja grunn að endureisn kirkjunnar, sem ekki var mögulegt í Coventry. 

Árás Bandamanna á Dresden í ársbyrjun 1945 var enn hörmulegri varðandi borg fulla af flóttamönnum og með enga hernaðrþýðingu á lokamánuðum stríðsins. 

 


mbl.is Menningararfur Úkraínu í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband