"Að kópa við liðið til að... fókusera á tsjallendsið."

Ofangreind tilvitnun í ummæli í sjónvarpi fyrir nokkrum dögum, að vísu samsett úr tveimur setningum, gefa smá nasasjón af því, að enda þótt varast beri þjóðrembu í baráttunni fyrir íslenskunni er full ástæða til þess að halda vöku okkar í því að tungutak okkar verði ekki í líkingu við það ensk-íslenska hrognamál, sem æ oftar má heyra og lesa.   

Þrjú ensk orð bera ummælin hér að ofan uppi, "to cope with", "to focus on" og orðið "challenge." 

Íslenskan á fjölda orða, sem hefði verið hægt að nota í staðinn fyrir ensku orðin, til dæmis "...að ná tökum á liðinu til að...einbeita sér að áskoruninni/takmarkinu," -  en undir niðri liggur tilhneigingin til þess að geta ekki hugsað lengur á íslensku, heldur verða að grípa frekar til enskunnar. 

Selenski Úkraínuforseti minntist á þetta fyrirbæri í heimildarmynd um hann, að hann hefði fram eftir aldri talað rússnesku en ekki úkraínsku vegna þess að hann hefði verið fljótari að túlka hug sinn á rússnesku.


mbl.is Íslensku megi ekki nota til að útiloka fólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband