Til eru bæði sólarorkuflugvélar og sólarorkusmábílar. Sólarorkan framtíðin?

Tæknilega er hægt að komast ansi langt í framleiðslu á hlutum eða farartækjum, sem knúin eru sólarorku. 

Samt ekki eins langt i að knýja hjól, því að stór yfirborðsflötur til að fanga orku sólargeislanna er nauðsynlegur og óhjákvæmilegur og á reiðhjólum og vélhjólum er engum bitastæðum flötum til að dreifa. . 

En ef leitað er á netinu má sjá að hönnuð hafa verið og smíðuð furðu mörg lauflétt farartæki með þaki þöktu sólarsellum, og smiðuð hefur verið flugvél með ógnarlöngum vængjum, ofursmárri loftmótstöðutölu, (cx),og þyngd, og getur þessi flugvél flogið fyrir sólarorku eingöngu. 

landfarartækin eru helst með aðeins eitt eða í mesta lagi tvö sæti og með bogadregið þak svipað því sem var á Citroen Bragganum. Smíði þeirra er hólmgönguáskorun við loftmótstöðu og þyngd, sem þegar hefur verið komist furðu langt í.  

Nú þegar eru að koma á markað rafbílar í Kína með sólarsellumottur á þakinu. Orkan er að vísu ekki nema hluti af orkuþörf bílsins, en hefur þó þann kost, að hægt er að hlaða bílinn ókeypis í bílastæði allan daginn, ef hann stendur úti.

Í síðasta útvarpsviðtalinu, sem tekið við Braga heitinn Árnason prófessur sem var brautryðjandi vetnisvæðingar langt á undan sinni semtíð, spurði Ari Trausti Guðmundsson hann um það, hvort hann treysti sér til að spá um framtíðarorkugjafann. 

"Sólarorkan", svaraði Bragi, en viðurkenndi þó, að langt gæti verið í land í því efni tæknilega. 

Það er umhugsunarvert svar, því að jarðefnaeldsneyti nútímans, kol, olía og gas, eru í raun uppsöfnuð sólarorka í jarðlögum. 

Sú orka er mest um miðbik jarðar, svo sem í Arabalöndunum, af því að þar falla geislar sólarinnar beinast og lóðréttast á jörðina og eru orkumestir, bæði í nútíð og framtíð, rétt eins og þeir voru fyrir örófi alda. . 

Spádómur Braga um þá, sem muni taka við af furstunum með vefjarhöttana í orkuframleiðslu heimsins er því skemmtilegur að því leyti, að þessir sömu furstar búa í löndum nálægt miðju jarðar, sömu löndum og fönguðu sólarorkuna í fortíðinni og geymdu hana til nútíðar og munu geta fangað einna best sólarorku framtíðarinnar.  


mbl.is Stærsta sólarorkuver landsins rís á þaki Brimborgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband