1939 skipti máli í mótun vígbúnaðarstefnu, hvort framleidd voru þung árásarvopn eða ekki.

Hernaðartæknin var orðin þannig í aðdraganda Seinni heimsstyrjaldarinnar, að það skipti orðið miklu máli fyrir stórveldin hvort þau framleiddu mikið af þungavopnum og árásarvopnum eða ekki. 

Á þessum árum stunduðu Bretar og Frakkar svonefnda friðarkaupastefnu, "appeasement" sem byggðist á því að stunda öfluga varnarstefnu en forðast að egna Þjóðverja með því að framleiða mikið af þungavopnum og stórum fjögurra hreyfla sprengiflugvélum, sem væru ætlaðar til árásarferða. 

Í staðinn yrði framleitt sem mest af léttari vélum og orrustuflugvélum sem gegndu varnarhlutverki í því að verjast aðsteðjandi árásuj sprengjuflugvéla. 

Frakkar fóru út í smíði hrikalega stórrar og dýrrar varnarlínu meðfram landmærum Frakklands og Þýskalands, en vegna kostnaðar, tafa og óróa í frönskum stjórnmálum tókst ekki að ljuka þeim hluta línunnar, sem ná átti alla leið til sjávar við Ermarsund meðfram landmærunum við Belgíu. 

Þessi varnarlína reyndist hrikaleg mistök, því að hálfkláruð gerði hún ekkert gagn en sogaði til sín dýrmætt fjármagn, sem hefði komið sér vel ef það hefði verið notað í annað. 

Her Þjóðverja fór fram hjá henni eða flaug yfir hana og umkringdi í lokin.  

Herráð Frakka var komið á efri ár og var enn fast í aðferðum Fyrri heimsstyrjaldarinnar, þar sem skotgrafir og fótgönguliðshernaður gerðu liði kleyft að verjast þrefalt til fimmfalt fjlmennari her, og allt stóð fast.

Stórfelldar framfarir í gerð skriðdreka og flugvéla gerði þessa sýn frönsku herforingjanna gersamlega úrelta. 

Þegar Pólverjar þurftu á liðveislu Frakka að halda í september 1939 í samræmi við loforð Frakka, hefði það aðeins getað gerst með innrás Frakka í Þýskaland með notkun árásarvopna og árásarflugvéla. 

En nú kom í ljós, að Frakkar höfðu aðeins nothæfa varnaráætlun í gangi en vantaði allt til alls til að sækja fram, áttu raunar enga sóknaráætlun! 

Við tók svonefnt gervistríð eða setustríð (phoney war, sitzkrieg) sem samanstóð af mánuði til þess að Hitler gæti klárað Pólland auðveldlega og örugglega, og fengið í viðbót veturinn fram til 10.maí til að undirbúa geggjaðasta leifturstríð sögunnar með að taka Niðurlönd og Frakkland á rúmum mánuði. 

Vöntun á stórum sprengjuflugvélum á borð við Avro Lancaster átti eftir að há Bretum og seinka því um minnst tvö til þrjú ár að hefja bitastæðar loftárásir á Þýskaland. 

Þegar Bandarikjamenn hófu sínar loftárásir með Boeing B-17 "fljúgandi virkjum" 1942 og 43 var getan samt ekki meira en svo að áhrifin á hernaðarframleiðslu Þjóðverja urðu sáralítil, en mannfórnir Kana svo miklar, að gera varð hlé á árásum um skeið. 

Fyrir hreina tilviljun gátu Bretar beitt óvæntri snilldarsmíð, De Havilland Mosquito, til árása. 

Það eina, sem bjargaði málum í horn var sú mikla þröngsýni Adolfs Hitlers að Luftwaffe heyrði undir landherinn og verkefni hans. 

Af þeim sökum vantaði Þjóðverja fjögurra hreyfla sprengjuflugvélar allt stríðið.  

Í Úkraínustríðinu eru svipuð álitamál í ganig hjá stríðsaðilum, þar sem huga verður að aðhrifum vígbúnaðar fram í tímann, og því fróðlegt að skoða hernaðarsöguna þegar reynt er að glöggva sig á helstu atriðum.  


mbl.is Segir réttlætanlegt að nota vestræn vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gerum Bandaríkin aftur mikilfengleg." Gerum Rússland aftur mikilfenglegt."

Tvö samhljóða slagorð, en annað var slagorð Trumps en hitt er alagorð Pútíns. En miklu skiptir hver sagði þau og hvað stóð að baki. 

Trump greip það upp til að krækja sér í fylgi til að verða forseti, og eins og ævinlega var tilgangurinn aðeins einn, framgangur hans sjálfs. 

Hann hótaði aðeins einu sinni beitingu kjarnorkuvopna, og sagði, að ef Norður-Kórea bakkaði ekki, myndi hann "gereyða landinu."

Pútin lýsti ólíkum tilgangi í ræðu við upphaf innrásarinnar í Úkraínu, þ.e. að gera Rússland jafn stórt, öflugt og mikilfenglegt og það var á Sovéttímanum og þeim timabilum í sögunni þar sem Rússakeisarar tókst að gera land og þjoð mikilfenglegt. 

Nú hafa bæði hann og Sergei Lavrov hótað því að beita kjarnorkuvopnum ef þessi fyrirætlan gengur ekki upp. 

Slegið er úr og í varðandi lokatakmarkið, en það gæti allt eins þróast í það að leggja fleiri lönd en Úkraínu undir hervald Rússa og láta verða af hótuninni ella. 

Trump sló að vísu alls konar keilur, en ólíkt varasamari og hættulegri er stefna Pútíns. 

Viðmið hans kann að vera úr Kalda stríðinu þegar Banraríkin stofnuðu hernaðarbandalög í Ameríku, Evrópu og Asíu sem litu út eins og umsátur um Sovétríkin.  

 


mbl.is Hættan á þriðju heimsstyrjöld „alvarleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Máttur tunglsins og náttúruaflanna er mörgum lítt kunnur.

Í tilbúinni tækiveröld borgarsamfélagsins blasa mörg lögmál náttúrunnar víða lítt við þeim, sem aðeins þekkja umhverfi þáttbýlisbúa. 

Meðal þess er máttur tunglsins til þess að toga í höf jarðar með óheyrilegu afli sem lyftir höfunum um marga metra í samræmi við aðdráttarafl þyngdarlögmæálsins. 

Allt árið, jafnt sumar sem vetur, má heyra og sjá fréttir af því hve grátt þekkingarleysi á náttúruöflunum, veðri, vindum og eðli hafs, vatna og vatnsfalla geta leikið menn og dýr. 

Gular og rauðar viðvaranir og útköll fjölmennra björgunarsveita og þyrlna Landhelgisgæslanna.

Svæðið milli Geldinganess og Borga býður upp á ýmislegt skemmtilegt og lokkandi, sem ef til vill mætti nostra betur við með upplýsandi skiltum og fróðleik á heppilegum stöðum. 


mbl.is Festu tvo bíla í fjöru og sjóinn flæddi að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband