Baby Yar, Katynskógur og Lidice.

Enn einu sinni hafa slóðir í Kænugarði komist í heimsfréttir fyrir voðaatburði í stríði. 

Síðsumars 1941 umkringdu Þjóðverjar borgina og þá hálfa milljón hermanna Rauða hersins, sem þar voru, og svipað átti sér stað norðar á vígstöðvunum í Vyazma og Bryansk. 

Stalin hafði fyrirskipað aðgerðina "Sviðna jörð" á undanhaldi Sovétmanna, en þess sáust samt ekki mikil merki í Kænugarði. 

Þar völdu Þjóðverjar sér því hentugt húsnæði fyrir starfsmenn hers síns, grunlausir um það að á flúttanum höfðu heimamenn falið sprengiefni í þeim skrifstofum, sem þeim þótti líklegt að Þjóðverjar myndu vilja taka fyrir sig. 

Síðan sprungu þessar skrifstofur í loft upp og fjöldi Þjóðverja fórst. Hefndaraðgerðir nasista voru greypilegar, og þúsundir gyðinga látnir grafa stór ílanga fjöldagröf, sem þeir voru síðan hraktir ofan í í hópum og skotnum.  Alls 33 þúsund manns. 

Þjóðverjar brugðist við á svipaðan hátt í Lidice í Tékkóslóvakíu síðar í stríðinu eftir að Heydrich hafði verið felldur í fyrirsát við Prag og allir íbúar þorpsins Lidice verið drepnir og þorpið brennt í hefndarskyni. 

Þegar Þjóðverjar fóru í herför sína í Sovétríkjunum, fundust lík á 22 þúsund pólskra foringja í hernum og leyniþjónustumanna í fjöldagröf í Katynskógi, sem höfðu verið myrtir vorið 1940. 

Þjóðverjar kenndu Rússum um, en Rússar reyndu að koma þessu yfir á Þjóðverja. 

Um síðir þykir þó víst, að þarna hafi Rússar verið að verki. Sjálfur hafði Stalín staðið nokkrum árum fyrr fyrir hreinsunum í eigin her, svo að þetta kom kannski ekki svo mikið á óvart. 

 


mbl.is Sakar Rússa um þjóðarmorð í Bútsja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vindorkugarðar lágværari en kæliskápar?

Á almennum kynningarfundi um fyrirhugað vindorkuver í landi Hróðnýjarstaða, skammt frá Búðardal, gylltu talsmenn þess mjög hina gríðarlegu kosti þeirra og umhverfismildi. 

Upplýst var að hávaði af vindorkuverum væri minni en hljóð frá kæliskápum!

Það voru fréttir fyrir síðuhafa, sem hefur haft sínar upplýsingar beint frá ferðum sínum um svæði vindorkugarða á Jótlandi og á strandsvæðum syðst í Danmörku og nyrst í Þýskalandi. 

Hávaði hefur verið ein af ástæðunum fyrir andófi gegn miklum áforum um vindorkugarðana, en einnig sjónmengun. 

Á fundinum í Búðardal voru sýndar myndir sem áttu að sanna, að vindorkugarðarnir sæust ekki. 

Þessar myndir voru teknar næstum því beint ofan frá niður á vindmyllurnar, og sagt að þær sýndu að þær hyrfu nánast í landslagið. 

Ekki fylgdi sögunni hve margir yrðu á ferli horfandi niður á vindorkugarðana. Eða hvort þeir myndu ekki sjá alla vegagerðina, pallana og annað sem fylgir vindmyllunum. 

Norðmenn virðast vera orðnir efins um allsherjar umhverfismildi þeirra á landi, þar sem dauðir ernir og aðrir fuglar auk plastmengunar frá spöðunum vekja spurningar um algerlega hreina orku hvað umhverfisáhrif varðar. 

Ekki er að spyrja að því, að enn eina ferðina verði umræða á borð við þá sem nú er að hefjast í Noregi um risa vindmyllugarða á hafi úti skrifuð á reikning öfgafólks "sem vill að við flytjum aftur inn í torfkofana." 

En í Noregi eru það helst Norska hafrannsóknarstofnunin og hagsmunasamtök í sjávarútvegi sem "eru á móti atvinnuuppbyggingu og rafmagni".  


mbl.is Gera athugasemdir við vindmyllugarða á hafi úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband