Eyðing regnskóganna m.a. til að liðka fyrir nautgriparækt.

Þegar mikilvægustu regnskógum jarðarinnar er eytt til þess að vinna land fyrir aukinni nautgriparækt er varla hægt að hugsa sér stórfelldara áhlaup á umverfisvæna nýtingu jarðargæða. 

Stundum hafa brasilísku regnskógarnir verið kallaðir lungu jarðarinnar vegna þess að engir aðrir skógar á jörðinni gegna eins stóru hlutverki í því að hamla gegn stanslausri aukningu kolefisútblásturs af mannavöldum. 

Það er því verið að tvöfalda þetta áhlaup með því að ætla að brjóta land með regnskógi ndir ræktun fóðurs fyrir stóraukna nautgriparækt, því að sem dæmi um bruðl og skefjalausa neyslu má nefa, að fyrir hvert kíló af nautakjóti, sem ræktað er, gefur maís tífalt meiri næringu, og því arfa slæmt að sóa allri þessri orku með því að yfirfæra hana yfir í stórgripakjöt. 

Bonsonari kom fram á sjónarsviðið um svipað leyti og Donald Trump með hliðstæðar hugmyndir um forneskjulegt afturhvarf til liðins tíma hins óskaplega neyslukapphlaups og sóunar og rányrkju á auðlindum jarðar, sem er í hrópandi ósamræmi við kröfur 21. aldarinnar. 


mbl.is Bolsonaro svarar gagnrýni DiCaprio
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MORFÍs í beinni sjónvarpsútsendingu 1986.

Viðfangsefnin í sjónvarpsþættinum Á líðandi stundu fyrstu mánuði ársins 1986 var tvísýnt verkefni, ekki síst tæknilega. 

Reynt var að taka upp sem fjölbreyttust umfjöllunarefni sem víðast um landið, og má kannski segja að afleiðingarnar hafi borið keim að því að þátturinn var alger nýjung hér á alla lund.  

Í flest skiptin tókst vel til, en þó ekki alveg alltaf eins og gengur, og yfir þáttinn, þar sem sýnt var frá MORFis í Háskólabíói, gengu tæknilegir örðugleikar af ýmsu tagi, sem ekki tókst að leysa úr. 

Þessi ræðukeppni var þá nýtilkomin og hafði aðeins verið haldin tvívegis áður. 

Em það er gaman til þess að vita að þessi keppni skuli enn vera við lýði eftir öll þessi ár, því að vel saminn texti til flutnings með góðri framsögn á undir högg að sækja. 

Þess má geta að eitt misheppnað atriði í öðrum þætti Líðandi stundar, var það að lofa fólki að sjá í beinni sjónvarpsútsendingu, sem entist allan þáttinn , hvernig leikari væri handleikinn þegar hann væri settur í gervi og búning. 

Þetta hafði verið undirbúið vel og æft og leit vel út til að byrja með. 

En þegar á hólminn kom var hitinn í salnum miklu meiri en búist hafði verið við, svo að atriðið misheppnaðist algerlega hvað það snerti, að engin leið var að láta ásett nef og fleira halda lögun sinni, heldur lak þetta allt niður á svipaðan hátt og nefið á Peter Sellers í atriðinu í tannlæknastólnum hjá Peter Lom, þar sem ásett nefið aflagðist sífellt meira og meira og lak niður á efri vörina!    

 

 


mbl.is Söguleg MORFÍs-úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skriðdrekahernaður í sífelldum breytingum síðan 1917. Líka núna.

Frá því að skriðdrekar birtust í fyrsta sinn á vesturvígstöðum Fyrri heimsstyrjaldarinnar hafa orðið miklar sviptingar og breytingar í þessum hluta hernaðar, þar sem hernaðaraðferðirngar eru meira að segja að breytst núna, í Úkraínustríðinu. 

Svo miklar breytingar á skriðdrekunum sjálfum urðu milli 1917 og 1939, að notkun þeirra var hverfandi í fyrra skiptið, en gjörbreytti hernaði í sóknum Þjóðverja til vesturs og austurs við töku Póllands og Niðurlandanna og Frakklands í september 1939  og maí-júní 1940.  

Skriðdrekar Þjóðverja voru ekki fleiri en Frakka, og voru ekkert mikið betri, en beiting þeirra og yfirburða samhæfing í fjarskiptum milli landhers og flughers bjuggu til skæðasta herafla þessa tíma, svonefnt Blitzkrieg, Leifturstríð.  

Í stríðinu á austurvígstöðvunun 1941 voru Þjóðverjar með meginstyrkinn í Panther skriðdrekum, en undir lok ársins komu Sovétmenn með T-34 skriðdrekana, mikilvirkustu skriðdreka stríðsins, sem voru snilldarsmíð í einfaldleika sínum, á breiðum skriðbeltum, sem hentuðu við aðstæður, þar sem aðrir skriðdrekar festust, auk þess sem rekstraröryggi T-34 var afar mikið og alls framleidd meira en 80 þúsund stykki. . 

Hitler reyndi að bregðast við þessu og lét hanna og smíða stærstu skriðdreka stríðsins, Tiger og bjóst við því að þessi risadreki myndi snúa stríðinu við við Kursk í júlí 1941.  Með svo þykka brynvörn og stóra fallbyssu að skipta myndi sköpum. 

En þveröfugt átti sér stað. Tiger voru afar bilanagjarnir, flókin smíð sem þurfti mikla þjónustu og varahluti. Ef einn heill Tiger gat varist tíu T-34 drekum, gat einn bilaður Tiger ekki varist neinum. 

Auk þess voru báðir stríðaðilar búnir að þróa alveg ný sóknarvopn gegn skriðdrekum, "skriðdrekabanana" Junkers Ju 87 Stuka steypiárásarflugvélina sem hægt var að láta bæði koma lóðrétt og lárétt að skriðdrekunum og tortíma þeim. 

En Sovétmenn voru líka með sinn bana, Sturmovick Il-01, sem beitt var á líkan hátt og grandaði skriðdrekum svo hundruðum skipti við Kursk og víðar eftir það. 

Orrustan við Kursk, sem var stærsta skriðdrekaorrugsa sögunnar, tapaðist því svo hrapallega, að eftir það sótti Rauði herinn alla leið til Berlínar, hægt og bítandi. 

Segja má að stækkunarkapphlaup í framleiðslu skriðdreka hafi náð hámarki 1943. 

En nú virðist sem álíka bylting í skriðdrekahernaði sé að gerast í Úkraínu um 80 árum síðar. 

Í þetta sinn eru það ekki árásarflugvélar, sem breyta aðferðunum, heldur drónar. 

Allt tíð hefur þykkt brynvarnar og hallaflettir hennar á skriðdrekum ráðið miklu um vörn þeirra. 

En eftir sem áður er tæknilega ómögulegt að hafa slíkar plötuvarnir fyrir skriðbeltin beggja vegna á drekunum. 

Og ekki þarf nema eina sprengingu öðru hvorum megin til að skemma skriðbelti og gera skriðdrekann óvígan og gagnslausan. 

Af því að drónunum er fjarstýrt, er hægt að hafa þá svo létta og litla að jafnvel einn maður geti borið slikan, eða þá nettur bíll ef dróninn er stærri.

Drægni þeirra minnstu er yfir 40 km og vel yfir 100 km hjá hinum stærri. . 

Drónanum er fórnað mannlausum og því hægt að stýra honum nákvæmlega inn að skotmarkinu. 

"Kamikaze"drónar mega slikir kallast.

Drónahernaður er á frumstigi í Úkraínustríðinu og á eftir að gjörbylta hernaði úr því að hann hefur þegar breytt hernaðaraðferðum í Úkraínu. 

 


mbl.is Hvetja Pútín til að lýsa yfir stríði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband