Fyrirmyndin var tímamótabíll; Lexus LS 400 árgerð 1989.

Blómaskeiðum lúxusbíla í heiminum má skipta á ýmsan veg. Hér er ein tilraunin til að minna á fyrirbærið "Standard of the world", sem Packard krækti sér í hjá mörgum á árunum 1930 til 1955. Fyrstu þrír forsetabílar Íslands voru af þeirri gerð, en sá síðasti sýndi, að þeir, sem réðu kaupum á bíl þjóðhöfðingjaembættisins fylgdust ekkert með þróuninni og keyptu næastsíðustu, árgerð Packard áður en merkið var lagt niður. 

Sá bíll var þar að auki ekki Packard, heldur hlaut fljótt viðurnefnið Packard-baker, vegna þess að eftir samuruna Packard, Studebaker og Nash, varð þrautaráðið að taka dýrasta Stúdebakerinn, sem var í raun meðalstór amerískur bíll og hlaða hann með búnaði og skreytingu. 

1955 hafði nefnilega önnur bílgerð, Cadillac, hrifsað til sín titilinn "Standard of the world" í krafti þess að stærsti bílaframleiðandi heims, GM, sem framleiddi helming allra bíla í Bandaríkjunum, náð takmarki, sem fyrst var af alvöru farið að sækjast eftir 1948 með því að koma með aðra af tveimur dásamlegum V-8 toppventlavélum fyrir Oldsmobile og Cadillac, mörgum árum á undan öðrum. 

Auk þess var Cadillac fyrsti bíllinn, sem var með ugga eða smástél á afturhornunum, sem lagði grunn að kapphlaupi um slíkt útlit, sem stóð fram yfir 1960. 

Með þessu litla tákni fylgdi hins vegar róttæk breyting í útlitsgerð, að bílar væru ekki síður tignarlegir og flottir að aftan en að framan. 

Packard leið fyrir það að hafa aðeins eitt merki, og reyndi að laga það með smærri og ódýrari bílum í bland rétt fyrir stríðið, en þeir einfaldlega verðfelldu þetta eðalsmerki, og Clipper gerðin kom alltof seint fram 1956. 

Cadillac hafði hins vegar traustan stuðning frá margfalt stærra fyrirtæki, sem hafði stöðuna "það sem er gott fyrir GM er gott fyrir Bandaríkin. Lexus LS 400

GM fékk meira að segja ekki að fara á hausinn í efnahagskreppunni 2008. 

Veldi Cadillac hélst frá 1955 og fram undir 1975 þegar Mercedes-Benz fór að ógna stöðu ameríska dollaragrínsins með eðalgerðum, sem fljótlega fengu heitið S.  

1988 var það eina ógnin við bandaríska stöðu, en 1989 birtist, algerlega óvænt, tímamótabíll sem sendi hönnuði annarra dýrra bíla að teikniborðunum. 

Þetta var hinn japanski Lexus LS 400, sem var nýr frá grunni, með dýrlega V-8 vél og alls kyns nýjungar sem gerðu keppinautana forviða. 

Sem dæmi má nefna, að bíllinn var hannaður þannig fyrir hljómburð að hinn sáralitli hávaði sem barst inn í bílinn, var hljóðjafnaður ef svo má að orði komast, hljóðin átu hvert annað upp ef svo má segja.  

Einn lítill hluti af því að í stað þess að driflínan væri ekki alveg bein, heldur með hjörulið á miðri leið svo hægt væri að hafa drifsköftin lægri undir gólfinu, var driflinan á Lexusnum öll; allt frá fremri enda sveifaráss í vélinni og aftur í afturöxul til þess að minnka þannn litla hávaða, sem um var að ræða. 

En, Japanirnir vissu, að margt smátt sem munar um, gerir einn stóran mun. 

Sumir myndu segja, að Toyota kunni að hafa misst aðra fram úr sér í framleiðslu hreinna rafbíla og glatað þeirri hybrid forystu, sem þeir höfðu upp úr síðustu aldamótum.

Bæði Benz og Kia eru til dæmis með bíla, þar sem undra lág loftmótstaða er hluti af ævintyralegri drægni. 

En hin 33ja ára gamla fyrirmynd, Lexus LS 400, sýnir, að enginn skyldi afskrifa stórveldi eins og Toyota.   


mbl.is Fyrsti rafmagnsbíll Lexus á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband