Góðar fréttir fyrir gott hús og samtök. "Í húsi óminnishegrans".

Þegar St. Jósefsspítalinn í Hafnarfirði var lagður niður hér um árið þótti mörgum það slæm tíðindi. Þetta var góð og gróin stofnun að þeirra dómi og synd að nýta það ekki og endurbæta ef þess var þörf.   

Nú hefur það tekist fyrir vökult starf og atbeina góðs fólks og er það vel. 

Rifjast við það upp gömul skrif hér á síðunni um málið þar sem þakkað var fyrir þá góðu þjónustu sem þar var veitt við ristilspeglanir, allt frá byrun aðgerðar til eins konar eftirmeðferðar meðan sjúklingar voru að jafna sig. 

Eftir eina slíka var skildi einn sjúklingurinn meira að segja eftir, í einstaklega þægilegu hvíldarherbergi, miða með þakkarvísu til læknisins, svohljóðandi. 

Ristilspeglun indæl er

með útkomunni glæstri. 

Ánægður ég þakka þér 

með þarmalúðrablæstri. 

En, að öllu gamni slepptu, eru brýnustu verkefni þjóðarinnar á næstu árum fólgin í því að bregaðst við vaxandi öldrun þjóðarinnar sem birtist meðal annars í þörfum verkefnum á heilbrigðissviðinu. 

Verkefnin eru ærin, og hús Alsheimerz- og Parkinsonsamtakanna eru næsta dæmigerð, sem og ýmis heimili með svipuð verkefni. Um slík hús var nú á dögunum gert lag og ljóð, sem nú er tilefni til að birta með árnaðaróskum á gleðidegi í Hafnarfirði, svohljóðandi:  

 

Í HÚSI ÓMINNISHEGRANS.

(Með sínu lagi)

 

Við erum í húsi

Alzheimersgoðans 

og ornum hér okkur 

við ógn veiruvoðans, 

njótandi undurs

umhyggju´og blíðu

og sagnasjóðs lífshlaupa´

í sælu og stríðu. 

 

Ástúð, bæn og trú og von

gegn Alzheimer og Parkinson. 

 

Við erum í húsi 

óminnishegra, 

sem eirir hér engu; 

en er nokkuð fegra 

en spjall, orðuð spurn,

allt til spakmæla snjallra, 

sem lifnuðu´og dóu. 

Það er leið okkar allra.  

 

Ástúð, trú og bæn og von

gegn Alzheimer og Parkinson. 

 

Við erum í húsi

elliglapa

en ætlum að þrauka

og tilveru skapa, 

njótandi undurs 

umhyggju´og blíðu

og sagnasjóðs lífhlaupa´´

í sælu og stríðu.

 

Ástúð, bæn og trú og von

gegn Alzheimer og Parksinson.  

 

 

 


mbl.is Gleðidagur í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband