Aukin tækni í læknavísindum veldur vandasamri forgangsröðun.

Stöðugar framfarir í læknavísindum leiða til þess að menn hneigist til forgangsröðunar og breytinga á henni eins og greint er frá í viðtengdri frétt á mbl.is. 

Sem dæmi má nefna fluglækningar, þ. e. lögbundnar læknisskoðanir flugmanna. 

Í þeim efnum voru miklar framfarir og reyndum við Íslendingar að vera ekki eftirbátar annarra þjóða, enda í raun ómmögulegt vegna þess að vinnusvæði flugmanna nær yfir allan hnöttinn og því nauðsynlegt að hafa samræmdar kröfur um allan heim. 

Á timabili voru mælingar á heyrn orðnar afar fullkomnar og tæknivæddar, en það kostaði líka mikið fé. 

Kom þar að gerð var ítarleg rannsókn á gagnsemi hinna mismunandi atriða í skoðununum og kom þá í ljós, að enda þótt gott og blessað væri að hafa heyrnarmælingarnar svona viðamiklar, var fénu til þess var betur varið í að halda uppi öryggi annars staðar í kerfinum.  

Hér á síðunni hefur verið greint frá því þegar forgangsröð í sparnaði birtist í því, að fella niður ákveðnar aðgerðir þegar fjárveiting til þeirra dugðu ekki allt árið. 

Þannig háttaði til fyrir nokkrum árum að mælingar, sem sýndu gáttaflökt, voru felldar niður síðustu tvo mánuði ársins, af því að fjárveitingin var þrotin. 

Gáttaflökt getur valdið heilablóðfalli og mikilvægt að uppgötva það og gera viðeigandi ráðstafanir sem fyrst. 

Einn vina minna lenti í því að ákveðið var að fresta skoðun á honum fram yfir áramót, sem voru framundan. 

Þessi forgangsröðun reyndist röng, því að hann fékk einmitt heilablóðfall á þessum sparnaðartíma. 

Við tók margra mánaða rándýr læknismeðfer með tilheyrandi endurhæfingu á Grensásdeild, þannig að þegar upp var staðið, varð þetta tilfelli margfalt dýrara og skaðlegra en ef brugðist hefði verið við þótt fjárveitingu vantaði. 

þEr þá ótalið mikið tjón vegna vinnutaps og miklar líkamlegar og andlegar þjáningar. 


mbl.is Næst ekki að hreinsa krabbameinið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afrek í "retro"hönnun. Sami maður og hannaði nýja Mini.

Þegar gamli Mini var lagður af um síðustu aldamót og nýr tók við, kom í ljós, að í raun var um minnsta BMW bílinn að ræða, og enda þótt vel tækist til að gefa honum aksturshæfni sem hæfði merkinu, mátti bæði gagnrýna, hve stór bíllinn var og að ekki skyldi vera hægt að ná enn betur útliti hins gamla. 

Að öðru leyti tókst þessi endurnýjun vel og lifir enn góðu lífi. 

Sagt var að það hefði verið forstjórafrú Fiat sem fyrst lagði fram hugmyndina að nýjum Fiat 500, og reyndist sú hugmynd afburða vel og hefur haldið verksmiðjunum gangandi sem akkeri velgengni þeirra.

Fenginn var sami maður til að sjá um hönnun Fiat 500 21. aldarinnar á 50 ára afmæli hans 2007 og meðal annars var sá gamli fremstur í inngönguröðinni á Vetrar-Ólymmpíuleikunum.  

Nýi Fiat 500 reyndist afrek í hönnun "retro"bíla, því að bæði tókst að ná útliti hins gamla mun betur en á nýja Mini og hafa nýja Fiatinn mun minni.

Með hönnun rafbíls með sama útliti er bætt við þetta afrek.

Þrátt fyrir að bíllinn sé feti styttri en Honda-e er rafhlaðan átta kílóvattstundum stærri og drægnin að sama skapi meiri.

Af því að bíllinn er léttari en meðalstórir rafbílar er drægnin meiri en ella, og þriðja hurðin hægra megin er snjöll lausn á rýmisvandanum í aftursætinu.

Þótt verðið sé ansi hátt miðað við stærð bílsins verður að hafa það í huga, að í borgarumferð er að meðaltali rúmlega einn maður á ferð í einkabílum, og rýmið frammi í alveg nóg í umferð, þar sem svona smár bíll að utanmáli er hreinn rafmagnaður draumur.    


mbl.is Rafmagnaður borgarbíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skárra að bíða og hafa þetta öruggara og tölurnar gefi betri vísbendingu.

Seinkun á birtingu fyrstu talna úr Reykjavík um eina og hálfa klukkustund veldur að vísu talsverðum vandræðum í allri dagskrá kosningasjónvarpsins, en ef þessi seinkun hefði legið fyrir fyrr, hefði verið að breyta mynstri sjónvarpsins og þar með fulltrúa flokkanna og annarra.  

En tvennt er kannski gott að hafa í huga.

Annars vegar að í ljósi reynslunnar í síðustu Alþingiskosningum er það lykilatriði að ekki sé hætta á eins herfilegum mistökum og þá ollu vandræðum vikum saman á eftir. 

Hins vegar myndi flýting fyrstu talna þýða, að búið yrði að telja mun færri atkvæði en gert er nú í nótt, og þá myndu tölurnar verða óáreiðanlegri en ella. 


mbl.is Talsverðar tafir á fyrstu tölum úr Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband