Ný en gamalkunnug lykilaðstaða Framsóknar. "Opinn í báða enda"?

Sagan af því hvernig Framsóknarflokkurinn getur með því að skipa sér á miðju stjórnmálanna haft lykilaðstöðu í íslenskum stjórnmálum hófst með myndun skammlífrar stjórnar með því að spila með Sjálfstæðisflokknum milli kosninganna 1931 og 1934. 

1934 myndaði Framsókn síðan stjórn með Alþýðuflokknum undir forystu alveg nýrra og kornungra manna, Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar. Eysteinn var aðeins 27 ára ráðherra.  

Síðan var Framsókn aðeins utan stjórnar á þeim tímabilum, sem Sjálfstæðismenn gátu myndað stjórnir með Alþýðuflokki eða Sósíalistum, 1944-1947, 1959 - 1971 og 1991-1995. 

Að öðru leyti var 20. öldin öldin, þar sem segja mátti, að stjórnmálamaður aldarinnar væri Jónas frá Hriflu. 

Orðheppinn maður, gott ef það var ekki Hallgrímur Helgason, sagði, að kosningar eftir kosningar hefði hann reynt að kjósa aðra en Framsókn, en samt alltaf setið uppi með það að hafa kosið stjórn með Framsókn um borð. 

Nú, eins og 1934, er ungur og nýr leiðtogi sprottinn fram hjá Framsókn, í þetta sinn í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. 

Fróðlegt verður að sjá hvernig hann spilar úr gamalkunnugri oddaaðstöðu flokksins, sem stundum var sagður opinn í báða enda. 

 


mbl.is Meirihlutaflokkarnir muni fylgjast að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband