Löng og fjölbreytt saga um "aðskilnaðarsinna."

Saga svonefndra "aðskilnaðarsinna" í alþjóðastjórnmálum er orðin býsna löng og fjölbreytt og virðist engan enda ætla að taka. 

Hún hefur gerst í fleiri en einni heimsálfu, samanber skiptingu Indlands og stofnun sérsakts Suðurríkjasambands í Bandaríkjunum í Þrælastríðinu. 

Einna stórbrotnust varð þessi saga í lok Heimsstyrjaldarinnar fyrri, þegar stórveldi á borð við Austurríki-Ungverjaland og Tyrkjaveldi liðuðust í sundur og fjölmörg ný ríki, grundvölluð á vilja aðskilnaðarsinna, svo em Tékkóslóvakía, Júgóslavía, Pólland, Eystrasaltsríkin, Finnland og Ísland fengu sjálfstæði. 

Þessar ríkjabreytingar áttu rót í tillögum Wilsons Bandaríkjaforseta í fjórtán liðum, sem í styrjaldarlok voru ýmist teknar til greina eða beygaðar og sveigðar eftir vilja sigurvegaranna í stríðinu. 

Landsvæði færðust á milli landa svosem með samningunum um ný landamæri Þýskalands og Danmerkur, þar sem Slésvík varð hluti af Danmörku á ný. 

Þýskumælandi aðskilnaðarsinnar í Súdetahéruðum Tékkóslóvakíu áttu stóran þátt í aðdraganda Seinni heimstyrjaldarinnar. 

Eftir þá styrjöld léku aðskilnaðarsinnar enn á ný stórt hlutverk í skiptingu Jógóslavíu í ný ríki. 

Ekki má gleyma deilum um Írland og Spán, en á Spáni hefur andstaða aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu verið bæld niður. 

Fjölbreyntin hefur verið mikil í þessum sviptingum öllum, nú síðast í Úkraínu og aðskilnaðarsinnar ýmist haft sitt fram eða ekki. 

 

 


mbl.is Segir Úkraínu eiga að afsala sér landsvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer eftir málefnum og framkvæmd hvers eðlis nýr meirihluti er.

Það hefur verið algengt í stjórnarmyndunum á landsvísu og í héraði að fráfarandi meirihluti hefur ýmist verið styrktur og aukinn eða haldið áfram inni eftir að hafa fall með því að utanaðkomandi framboð hafi komið til samstarfs. 

Þegar Utanþingsstjórnin með Sjálfstæðisflokki, Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki féll 1947, kom Framsóknarflokkurinn inn í stjórnina í stað Sósíalistaflokksins.  

Það kom í ljós við þau stjórnarskipti, að því fór fjarri, að Framsókn "lappaði upp á" fráfarandi stjórn, því að bæði stefnubreyting og mannabreytingar voru gagngerar. 

Nú er bara að sjá, hvað gerist með innkomu Framsóknar í borgarstjórnarmeirihluta. 


mbl.is Gera kröfu um borgarstjórastólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband