Evrópa er langt á undan öðrum heimsálfum í hraðlestabyltingunni.

Hraðlestir hafa marga kosti fram yfir önnur farartæki, hvort sem þau eru á landi eða í lofti. 

Mikil orkueyðsla fylgir því að lyfta flugvélum frá jörðu, láta þær klifra upp í bestu flughæð, halda síðan áfram þeirri hæð með mikilli loftmótstöðu vængjanna með margfalt stærra kolefnisspori en lest, ekki síst ef lestin er rafknúin. 

Nýjustu hraðlestir eru svo hraðskreiðar að samanlagður ferðatími er lítið minni en hjá farþegaþotu og allt umstangið margfalt minna. 

Í Evrópu hefur verið stöðug framþróun í gerð háhraðalesta og í lestakerfinu bíða langbestu möguleikarnir til hraðra, ódýrra og þægilegra ferða, einkum þegar leiðin liggur beint frá miðju stórborga til miðju borganna, sem ferðast er til.  

Evrópa hefur yfirburði yfir aðrar heimsálfur í lestasamgöngum, og það er helst mismunandi sporvídd lestarteinanna, sem getur tafið fyrir þeirri óhjákvæmilegu byltingu, sem stórefld lestanotkun þarf að innleiða. 

Í Ameríku, svo sem í Bandaríkjunum varð einkabílavæðinging til þess að gullöld lestanna varð skammvinn, og flugferðir, rútuferðir og einkabílaferðir tóku að mestu við hlutverki lesta.  

Bandaríkjamenn eru langt á eftir Evrópuþjóðum í lestabyltingunni og verða það líklega áfram. 


mbl.is Kynna háhraðalest milli Parísar og Berlínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur er orrustan um Cannae skólabókardæmi í fullu gildi.

Orrustan um Cannae 216 fyrir Krist, þegar her Fönikíuforingjans Hannibals umkringdi og eyddi margfalt stærri her Rómverja hefur verið skólabókardæmi um fyrirbæri sem nefnt er "umkringing með tangarsókn" eða "double envelopmen" á ensku.  

Frá upphafi innrásar Hitlers í Sovétríkin sumarið 1941 var þessi aðferð notadrjúg með skipulegri notkun skriðdrekasveita Guderians, sem óðu framhjá fótgönguliðaheredildum Rússa og gátu læst þær inni í tveimur tangarsóknum í stærstu umkringingar hernaðarsögunnar, semvoru framkvæmdar í sókninni, önnur fyrir norðan Úkraínu við Bryansk á leiðinni til Moskvu, en hin fyrir norðan Kænugarð. 

Mörg hundruð þúsund manns voru króaðir inni í þessum umsátrum sem voru þau stærstu í hernaðarsögunni.  

Í sigurræðu sagði Hitler að Sovéthernum hefði verið eytt, því að alls hefðu Sovétmenn tapað tíu milljónum hermanna og enginn her gæti staðist slíka blóðtöku. 

Mat Hitlers reyndist hins vegar rangt þegar ný gerð skriðdreka, hersveitir frá Síberíu og rússneski veturinn sameinuðust í gagnsókn gegn þýska hernum við borgardyr Moskvu.  

Þessi saga "Föðurlandsstyrjaldarinnar miklu" er Úkraínumönnum og Rússum kunn, og reynt að endurtaka hana á báða bóga. 

Aðferðin var reynd á báða bóga í leiftursókn Guderians og Rommels um Ardennafjöll og Sedan allt til strandar Atlantshafs, sem endaði með umkringingu hers Breta við Dunkirk og flótta hans þaðan yfir Englands. 


mbl.is Reyna að umkringja úkraínska hermenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband