"Fyrir eld" og "eftir eld." Tengsl við nær fimmtung Íslandssögunnar.

Árið er 2022. Níræður Íslendingur kann að vera í þeirri stöðu að hafa myndað  persónuleg tengsl við afkomanda, sem verður á lífi í upphafi 22. aldarinnar. 

Sami níræði Íslendingur náði því kannski fyrir meira en 80 árum að mynda persónuleg tengsl við langafa sinn og langömmu, sem áttu minningar frá því skömmu eftir miðja 19. öld og höfðu samskipti við fólk, sem miðaði oft og einatt viðhorf sín til manna og málefna með því að nota orðin "fyrir eld" og "eftir eld" og átti þá við hina hrikalegu Skaftárelda 1783 og árin þar á eftir.  

Ofangreind dæmisaga varpar ljósi á tvennt: Hvað margir hinna eldri geta haft stóran hluta Íslandssögunnar nálægt sér, eða alls vel á þriðja hundrað ár. 

Og hins vegar er sú staðreynd, að stórfelldar hamfarir á borð við "eldinn", sem í Móðuharðindunum felldi fjórðung landsmanna og 70 prósent búsmalans verða hér á landi á tveggja til fjögurra hundraða ára fresti..  


mbl.is Núlifandi kynslóðir þekkja ekki risa gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áratuga reynsla er af loforðum kvótakaupenda.

Aratuga reynsla er nú fengin af samningum um kvötakaup og sölu. Sú minnisverðasta var kannski ein þeirra fyrstu og stærstu þegar Guggan, flaggskip Vestfirðinga, var seld úr fjórðungnum með loforði um að hún myndi halda áfram að skila aflanum fyrir vestan. 

Eða þannig ályktuðu flestir, sem höfðu spurnir af þessum eigendaskiptum. 

En sögunum, sem líktust senunni úr Verbúðinni og sölu Guggunnar fjölgaði jafnt og þétt, og voru reyndar fyrirsjáanlegar, því að þeir sem keyptu, urðu að beygja sig fyrir lögmálum kvótaverslunar þegar á hólminn var komið; þetta var einfaldlega innbyggt í kerfið og nær alltaf óumflýjanlegt, þegar það gerðist. 

Megin ábyrgðina báru þeir sem settu lögin og einnig Hæstiréttur, sem sneri svonefndum Vatneyrardómi við ef rétt er munað. 


mbl.is „Eins og sena úr Verbúðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt, margra alda tímabil eldvirkni, hófst í fyrra?

Ein staðreynd blasir við á Reykjanesskaga eftir Geldingadalagosið í fyrra:n  Átta alda tímabili með engu gosi á skaganum lauk, þótt undantekning kunni að hafa orðið vorið 1783 með smágosi út af Reykjanesi.  

Nú þarf að hefja stórfellt og markvisst rannsóknarstarf; eins konar framhald vinnu Axels Björnssonar fyrir þremur áratugum, þar sem unnið er úr öllum þeim sviðsmyndum nýrra eldgosa um allan skagann, sem mögulegar kunna að vera, og haga fyrirbyggjandi varnaraðgerðum í samræmi við þessa vinnu. 

Hún snertir alla þætti þjóðlífs yfirggnæfandi meirihluta þjóðarinnar, sem býr á þessu öfluga eldvirknissvæði og mannvirki þess, allt frá Hellisheiði og leiðum nýrra hrauna niður í Elliðavog út á Eldeyjarsvæðið út af Reykjanesi. 


mbl.is Líkur á framhaldi Reykjaneselda í vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. júlí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband