Bob Zubrin var naskur fyrir meira en 20 árum um gildi Íslands vegna marsferða.

Alveg frá því fyrir aldamót hefur helsti talsmaður marsferða, Bob Zubrin, verið óþreytandi hvatamaður ferða til mars sem formaður alþjóðasamtaka áhugafólks um slíkar ferðir og jafnvel landnám manna á mars. 

Tímaritið Time var árið 2000 með vandaða aðalgrein og forsíðumynd sem lýsti eins ítarlega og hægt var hugmyndum manna þá um athafnir og framkvæmdir manna á mars. 

Fljótlega beindist athygli manna að Íslandi, sem eins konar æfingasvæði, og kom Zubrin í sérstaka kynnisferð til landsins þar sem hann átti fundi við Íslendinga og meðreiðarfólk bæði í Reykjavík og norður í Mývatnssveit. 

Meðal annars var flogið með Zubrin sérstaklega yfir Kverkfjöll og hann kom í stutt sjónvarpsvital í lok þeirrar ferðar. 

Var afar fróðlegt og eftirminnilegt að kynnast þessum frömuði á þennan hátt. 

Í framhaldi af Íslandsferðinni kom sendinefnd frá samtökunumm til Íslands þremur árum síðar og var þá fylgst með ferð hennar norður í Gjástykki þar sem skoað var hugsanlegt æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar. 

Ekki var síður áhugavert að hitta þetta fólk, sem var hámenntað einvalalið. 

Nú, rúmum tuttugu árum eftir að Time birti sína tímamótaumfjöllun, er flest af því sem þá kom fram og þótti næsta ótrúlegt, að koma fram á þann hátt, að Zubrin hefur verið framsýnn í meira lagi þegar hann fór í Íslandsferðina sína. 

Til dæmis var í fyrstu ekki alveg víst að Ísland yrði fyrir valinu, því að þá var verið að skoða fleiri möguleika, sem síðar kom í ljós að voru lakari en Ísland. 

Athafnir marsáhugafólksins hér á landi eru nú búnar að festa sig rækilega í sessi og sannast enn og aftur hve einstakt land okkar, einkum hinn eldvirki hluti þess, er á heimsvísu. 


mbl.is Marsjeppi við Holuhraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. júlí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband