Á þessum árstíma tekur snjó undra fljótt upp á hálendinu.

Vegna þess hve stór hálendis Íslands liggur í mikilli hæð yfir sjó, jafnvel yfir 1000 metra, DSC09936

Má sem dæmi nefna Gæsavatnaleið, Nýjabæjarfjall og Öskju. Um daginn birti ég mynd af snjó, sem féll á Brúaröræfum á leið minni um þau, og var allur horfinn daginn eftir. 

Snemma í gærmorgun voru teknar loftmyndir inni í svonefndum Tröllakrókum, innst á Lónsöræfum, þar sem enn er talsverður óbráðinn snjór frá í vetur, en land autt neðar, og var vindátt þá einmitt að snúast úr suðvestanátt yfir í norðanáttina sem sendi ferðalöngum við Öskju sinn skammt, en og viðtengd frétt á mbl.is greinir frá. 

Mikil ókyrrð fylgdi vindbreytingunni áður en norðanáhlaupið skall á.  

Eitt sinn fyrir aldamót gerði mikið norðanáhlaup um jónmessuna, sem olli miklum vandræðum fyrir fénað og fólk alveg niður undir byggð, en hvarf undra fljótt aftur. 

Fjöldi fjár fennti í því áhlaupi og hllaust skaði af. 


mbl.is Vetur um hásumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júlí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband