Vegirnir: Stórfelldur dulinn kostnaður vegna álags. Alvöru úttekt vantar.

Á einum fundanna í aðdraganda kosninganna 2007 gaf kunnáttumaður um vegagerð magnaða lýsingu á ástandi vegakarfisins hvað varðaði þungaflutnginga. 

Hann lýsti því hvernig þyngstu og stærstu flutningabílarnir á vegunum þrýstu vegunum svo mjög niður undir sér, að þeir líkt og sigldu í öldudal eftir þeim og brytu þá smám saman upp, langt umfram eðlilegan endingartíma. 

Þessi fjölfróði maður um vegina lýsti því skýrt hvernig þessi misþyrming á vegunum kostaði í raun tugi milljarða í dulinn kostnað. 

Af þessum sökum væri brýn nauðsyn að gerð yrði altæk og vönduð kostnaðargreining með samanburði á þessum flutningamáta og annarra, svo sem með skipum. 

En í hruninu 2008 var hins vegar þvert á móti framkvæmdur stórfelldur niðurskurður á framlögum til vegamála, þar sem farið var í þveröfuga átt og dregið einna mest úr viðhaldi á vegunum. 

Og enn í dag, 15 árum síðar, bólar ekkert á neinni úttekt á raunverulegum kostnaði vegna flutninga á Íslandi.  

Eitthvað smávegis er kvakað yfir þeim skemmdum á vegakerfinu sem stórfelldir flutningar á jarðefnum muni valda án þess að vita um, hve miklar þær yrðu í raun og veru í milljörðum talið. 


mbl.is Vegirnir bera ekki umferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrándheimur og Cork eiga heima á íslenska listanum.

Þrándheimur í Noregi og Cork á Írlandi eru kannski umdeildar hvað það varðar, að þær séu í hópi vanmetnustu borga Evrópu. 

Hn hvað okkur Íslendinga varðar hafa báðar sérstakt sögulegt gildi fyrir okkur. 

Í Þrándheimi gerast mörg þekkt atvik í íslenskri sögu, svo sem kappsund Kjartans Ólafssonar við Noregskonung í ánni nið og misheppnaður eiður Grettis eftir Grettissundið hið fyrra auk þess sem Þránheimur og Þrændalög eru hvað hnattstöðu, menningu, stærð og sögu framar öllum öðrum erlendum slóðum líkust Reykjavík og Suðvesturlandi.  

í Cork á Írlandi eru skyldleikatengsl Íra og Íslendinga áberandi, því að Cork er öflugasta borgin í suðvesturhluta írlands, sem leggur mikið upp úr því að vera hin raunverulega írska borg með afar flott landslag ekki langt undan, en ekki með þann mikla breska blæ, sem Dublin hefur. 

Síðuhafi byggir þessa skoðun á tveimur ferðum til Þrándheims og Þrændalaga og á dvöl í Cork og ferðum um þann landshluta. 


mbl.is Þetta eru vanmetnustu borgir Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband