Þarf að brenna sig aftur á sama soðinu?

Ferðaþjónustan færði þjóðinni mesta efnahagsuppgang Íslandssögunnar á árunum 2011 til 2018 og mestu um það réðu tvö eldgos, Eyjafjallajölkull 2010 og Gr´msvötn 2011, sem ollu truflunum á flugi um allan heim og komu íslandi endanlega á blað hjá öllum þjóðum heims. 

Fram til 2010 hafði verið sunginn samfelldur söngur um að ekkert annað gæti "bjargað" þjóðinni en stóriðjustefnan ein, en ónvænt og alger sigurganga ferðaþjónustu og skapandi greina, olli byltingu í þjóðarbúskapnum.  

Þótt víða væri varað við því að við færum ekki fram úr okkur á þessu nýja sviði, meðal annars á þessari bloggsíðu, gerðist það nú samt auk þess sem Covid faraldurinn varð skeinuhættur. 

Nú virðist vera að skapast á ný ofvaxtarsókn og gróðafíkn, sem varð skeinuhætt í umróti síðustu þriggja ára, og er ástæða til þess að hvetja til þess að læra eitthvað af þessu umróti og brenna sig ekki aftur á sama soðinu.  


mbl.is Ferðamannasprengja í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband