Trump stefnir á svipaða siglingu og hann var á þegar best lét.

Hinn dæmalausi uppgangur Donalds Trump frá því að hann skellti sér í forkosningar Republikana fyrir forsetakosningarnar 2016 byggðist kannski mest á því, að honum tókst að vera í helstu fréttum allra fjölmiðla nær daglega frá byrjun. 

Hann hóf notkun Twitter upp á nýtt sig gernýtingar samfélagsmiðla á þann hátt, að allir fjölmiðlamenn heimsins neyddust til að gera láta hann komast sem næst því að vera helsta frétt hvers einasta dags. 

Því oftar sem hann gengi fram af allri pressunni, því betra. Þetta var létt verk fyrir hann, ekki aðeins vegna þess hve hægt var að komast af með knappan texta, heldur ekki síður vegna þess mest áberandi einkenni Trumps var, er og verður það að hann sé ævinlega sjálfur miðja alheimsins í hverju sem er. 

Það var til dæmis létt verk fyrir hann að upplýsa það snemma í Covid faraldrinum, að hann vissi um gögn sem sýndu ótvírætt, að ráðamenn Kína hefðu látið búa Covid til á tilraunastofu í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir endurkjör í kosningunum 2016.h

Svo meðvitaður var Trump snemma á ferlinum um ofurmennið Trump, að hann hafði samband við þá fjölmiðla og skammaðist ef hann væri ekki í helstu fréttum þeirra einhverja daga. 

Allur ferill Trumps hefur miðast við að halda sig sem tryggilegast í sviðsljósinu, og áttuðu fjölmiðlamenn sig ekki á því fyrr en seint og um síðir, að Trump elskaði að nafn hans væri sem mest á allra vörum, sama hvort það var fyrir gott eða vont. 

Nú má heyra ýmsa efast um gengi Trumps á leið hans í Hvíta húsið á ný, en með því að hver vandræðafréttin af annarri reki aðra, er hætta á því að svipað gerist og 2016 að honum takist að vera fremst í kastljósinu enn á ný.  

 


mbl.is Sýnir fram á hve miklir hagsmunir voru í húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkumál eru helsti eldsmatur nútímahernaðar.

Orkulindir og orkumál verða æ meiri ógn við heimsfriðinn eftir því sem óhjákvæmileg þurrð auðlinda jarðar nálgast af völdum óstöðvandi neyslufíknar jarðarbúa. 

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar sl. var stærsta kjarnorkuver Evróppu auðvitað efst á lista þeirra frá fyrstu klukkustundum innrásarinnar. 

Af því leiddi auðvitað hernaðarátök um kjarnorkuverið sem eru sívaxandi ógn í stórum hluta Evrópu í formi mesta umhverfisslyss Evrópu. 

Senn gengur vetur í garð og Rússar munu vafalaust beita skæðasta vopni sínu, heljartök á orkunotkun Evrópu.  

Þeir stefna líka leynt og ljóst að því að ná völdum yfir orkulindum fyrrum sovétlýðvelda og orkuflutningum þaðan til bæði suðurhluta og norðurhluta Evrópu.  

Allt þetta er gríðarlegur eldsmaur, ekkert síður en helstu olíulindir heims í Arabalöndum. 

 

 


mbl.is Stórslysi af völdum geislunar afstýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband