Mikilvægasti tímamótadagurinn?

1. desember 1918 var líklega stigið stærsta skrefið í baráttu þjóðarinnar fyrir fullveldi og sjálfstæði, stærra skref en við lýðveldisstofnunina 17. júní 1944, því að sá dagur átti sér algera forsendu í Sambandslögunum, þar sem það var geirneglt, að 25 árum síðar gætu Íslendingar stigið þetta lokaskref. 

Það má kannski færa frekari rök að mikilvægi þessa dags með ljóðinu og laginu "Frelsisvor" sem kom fram á hundrað ára afmæli fullveldisins. Lagið má finna á Spotify, sungið af Gissuri Páli Gissurarsyni og Heru Bjðrk Þórhallsdóttur,  og ljóðið í söngljóðaljósmyndabókinni "Hjarta landsins".  Einnig er tónlistamyndband að finna á facebook síðunni omar ragnarsson.   

 

FRELSISVOR. 

 

Frelsisvor! Framtíðarspor! 

Frelsisvor!  Áræði og þor!  

 

Það var árið með drepsótt og eldgos og ís, 

en samt árið, sem birtist oss frelsisins dís. 

Líkt og morgunsól albjört í austrinu rís

hófst nú öld, þar sem lausnin var vís.

 

Heitur vorblær nú flutti hið ljúfasta ljóð

eftir lamandi vetur með svita og blóð. 

Það var draumur um frjálsa og fullvalda þjóð

og hinn fegursta hugsjónaóð. 

 

Eftir aldanna böl var loks birtu að sjá 

þegar brustu hlekkirnir þjóðinni á. 

Máttur fjöldans úr læðingi leystur var þá, 

svo að ljómaði geisli á brá.  

 

Frelsisvor!  Framtíðarspor!  

Frelsisvor!  Áræði og þor!

 

Síðan flogin er glæsileg framfaraöld

þegar færð voru í landið hin ítrustu völd. 

Þegar lýðveldi stofnaði fagnandi fjöld, 

svo að fært var á sögunnar spjöld: 

 

Landið og fólkið, lifandi mál, 

ljóðin og sögurnar, þjóðlífsins sál. 

Tónar og myndir, formæðra fold, 

fósturjörð hjartkær, andi og hold.  

 

Undir fánanum bjarta nú brunar vort fley

inn í brim nýrrar aldar í vonanna þey. 

Þó að gefi á bátinn, þá æðrumst við ei

heldur eflist hver sveinn og hver mey. 

 

Enn er sungið um vorið hið ljúfasta ljóð

þegar logar á tindunum jöklanna glóð. 

Það er söngur um frjálsa og fullvalda þjóð

og hinn fegursta hugsjónaljóð: 

 

Frelsisvor!  Framtíðarspor! 

Frelsisvor!  Áræði og þor! 


mbl.is Vilja opinberan frídag á fullveldisdaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um "smágosið", "gosræfilinn" í Heklu 1981? Eitt af fimm svipuðum.

Eldgos eiga það til að "taka sig upp" eins og fram kemur í viðtengdri frétt um gosið í Meradölum. 

Kröflugosin nínu 1975 til 1984 byrjuðu á mismunandi stöðum á sama sprungusveimnum, og litlu munaði að eitt þeirra brytist út við Bjarnarflag.  

Þar kom að vísu upp jarðeldur, sem kannski mætti skilgreina sem minnasta gos sögunnar, því að elglæringar, sem breyttust í þuna hraunmylsnu, komu þá upp úr eins konar borholuröri í Bjarnaflagi og dreifðist um nánasta umhverfi rörsins. 

Árið áður hafði komið upp spýja skammt frá Leirhnjúki, sem ekki náði því að vera fellt undir hugtakið eldgos. 

 

Annað "smágos" eða "gosræfill", úr íslenskri eldgosasögu, sem minnast mætti á, varð í kjölfar gossins í Heklu í ágúst 2980, og varð vart við það um veturinn. 

Vegna dimmviðris og slæms veðurs sást gosið aldrei, en í eina kvikmyndafluginu, sem reynt var, fannst þó hressilega fyrir miklu uppstreymi af þess völdum, og var þá snarlega snúið við og ekki reynt frekar að ná myndum af hinu meinta gosi, sem flokkaðist í besta falli undir hugtakið "gosræfill." 

Nokkrum dögum eftir upphaf Holuhraunsgossins kom hraun upp á litlu svæði skammmt frá, sem myndir náðust af, og með hliðsjón af því að nýja Holuhraunið varð alls það stærsta hér á landi síðan 1783, varð til heitið Litla hraun yfir nýja hraunið, sem var samt svo lítið, að það féll fljótlega í gleymskunnar dá. 

Í þessari upptalningu af "hraunræflum" má kannski setja smágog í Grímsvötnum 1983, sem var forboði fyrir aukna eldvirkni í þeirri iðnustu eldstöð landsins. 


mbl.is „Algjört smágos“ ef það hefst ekki að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband