Viðleitnin til viðhalds afbrigðis af nýlenduveldi. Gildi yirlýsingar Gorbatsjofs.

Stríðið í Úkraínu má rekja til viðleitni stjórnarherra Rússlands til að endurreisa það form nýlenduveldis, sem fólst í Sovétríkjunum sálugu. 

En Pútín er ekki einn um það í sögunni að hafa haft hugsjón eða stefnu af þessum meiði. 

Nú safnast til feðra sinna Mikhaíl Gorbatsjof, sem stóð frammi fyrir efnahagslegu hruni Sovétríkjanna 1985 og sá aðeins eitt úrræði, svipað og Imre Nagy í Ungverjalandi 1956, Dubsek í Tékkkóslóvakíu 1980 og Lech Valesa í Tékkóslóvakíu 1980, að koma á "mannúðlegum kommúnisema". 

Állar þessar tilraunir bældu Sovétmennn niður af hörku með hervaldi, en stóðu síðan sjálfir frammi fyrir vanda á níunda áratug síðustu aldar. 

"Mannúðlegi kommúnisminn" hjá Gorbatsjov byggðist á hugtökunum Glasnost og Perestroika sem undirstöðu þjoðfélagslegs og efnahagsleg frelsis innan ramma lýðvelda Sovétríkjanna. 

Þegar múrinn féll og kommúnisminn allur í Austur-Evrópu fór það hins vegar svo að Gorbatsjof lagði ekki til atlögu hernaðarlega þegar Eystrasaltsríkin lýstu yfir sjálfstæði 1991. 

Í þeirri atburðarás bað hann þjóðirnar þrjár afsökunar á innlimun landanna í Sovétríkin 1940 í krafti griðasáttmála Hitlers og Stalíns. 

Svo er að sjá í skrifum um þessa atburði nú, að mönnum sjáist yfir þýðingu þessarar yfirlýsingar Gorbatsjofs, sem gróf í raun undan möguleikum hans til harðlínuviðbragða gegn Eystrasaltsríkjunum. 

Gorbatsjof misreiknaði glataða stöðu draums síns um frjálslegan og mannúðlegan kommúnisma í áframhaldandi Sovétríkjum. 

Núna er Pútín hins vegar harður í því að beita vopnaveldi Rússlands til að búa til nýtt nýlenduveldi í austanverðri Evrópu, skitt veri með raunverulegt lýðræði og frelsi. 

Í hugann kemur frásögn Hrafns Gunnlaugssonar af Rússlandsför hans þegar Gorbatsjof hafði nýlega tekið við völdum. 

Rússneska þjóðin þekkti ekkert nema einræði og harðstjórn, og þegar rætt var við almenna borgara um Glasnost og Perestrojku forðuðust viðmælendur að segja neitt um málið, en þeir fáu, sem eitthvað sögðu, notuðu þrautþjálfað kerfi undirokaðra með því að segja: "Ég hef ekkert um þetta mál að segja frá eigin brjósti, en það er til rússnekst máltæki, sem segir: ... - og síðan kom máltækið sjálft án nokkurra frekari orða. 

Svarið varðandi ráðstafanir Gorbatsjof fékk oft þetta svar: "Ég hef enga skoðun á málinu og ekkert um það að segja, en það er til rússneskt máltæki, sem segir: Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp..." 

Og það rættist ótrúlega fljótt á tíma Jeltsíns og hefur gilt síðan. 

Enginn er spámður í sínu föðurlandi, og tími mun líða þar til Gorbatsjof fær að njóta sannmælis í sínu heimalandi, af því að löng saga Rússlands hampar harðsnúnum sigurvegurum frekar en sanngjörnum og vel meinandi töpurum, jafnvel þótt þeir séu stórmerkir menn.  


mbl.is Auglýsing Gorbatsjovs slær aftur í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. ágúst 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband