Vorar fyrr og haustar seinna: Oft einkenni hlýnunar.

Í sumar hefur mörgum orðið tíðrætt um það að veðurfar sumarsins sýni það að loftslag fari kólnandi en ekki hlýnandi. Vitnað er í hitatölur í þessu sambandi frá sumrinu. 

Við þetta er ýmislegt að athuga. 

Í fyrsta lagi eru þessar tolur ekki frá öllu sumrinu og hitinn að vísu örlítið lægri í þessum mánuðum en flest ár aldarinnar en hins vegar hærri en flest árin á seinni parti síðustu aldar. 

Í óðru lagi hefur hitnn verið langt fyrir ofan meðallag fyrri part þsesa mánaðar og haustinu hefur því seinkað. 

En það er oft á tíðum einkenni á hlýrra loftslagi að vorin koma fyrr en áður og haustin koma seinna en áður. 


mbl.is Loftlagsbreytingar aukast enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabært og búið að reyna það áður.

Sú var tíðin að eigendur dísilbíla gátu fengið að halda akstursbók sem lagði grunn að notkun kílómetragjalds. 

Nú, áratugum síðar, er auðvitað hægt að nýta nýjustu tækni til að fá fram sanngjarnan grundvöll fyrir heimilin að borga gjöld af notkunu bílanna í eigu hennar í samræmi við ekna vegalengd. 

Það getur til dæmis auðveldað fólki að eiga einn góðan ferðabíl án þess að borga af honum himinhá gjöld, algerlega óháð akstursvegalengd. 

Á þessari bloggsíðu hefur þetta mál verð rætt í 15 ár. 


mbl.is Stóra breytingin verður kílómetragjaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband