Íslendingurinn: Þetta reddast, - látum á það reyna.

Buið er að kyrja aðalfrétt þessarar helgar dögum saman varðandi það að í aðsigi sé eins mikið fárviðri og hugsast getur með tilheyrandi rauðri viðvörun, sem er efsta mögulega stig. 

Samt eru bílar fastir tugum saman á óveðurssvæðinu og hámarks útkall björgunarsveita í gangi. 

Engu virðist skipta, þótt sagt sé að vegum sé lokað, samt er sama ástændið og ævinlega virðist vera þegar mestu illviðri ganga yfir landið. 


mbl.is Fólk beðið um að vera ekki á ferli að óþörfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxandi tíðni áhlaupa með norðlægum vindum og miklum hita.

Á síðustu öld fylgdu kuldar og froest yfirleitt snörpum áhlaupum norðlægra vinda. 

Þetta sýnist hafa breyst, og æ oftar fylgja miklir hitar og stormaregn norðanáhlaupum af ýmsu tagi eins og nýjasta áhlaupið ber glögglega með sér.  

Í dag og kvöld, seint í september, hefur verið norðvestan átt á Dalatanga og hitinn farið upp í 24 stig!


mbl.is Búa sig undir óveður í ríflega 20 stiga hita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband