Viðgerðir og viðhald eru ekki síður nauðsyn en kaup á nýju.

Þess sjást oft merki hér á landi hvað okkur er tamt að líta á kaup á nýjum hlutum og ksotnað við kaup á nýju sem alveg afmarkaðan hlut, óháðan viðhaldskostnaði, endurnyjun og viðgerðum. 

Þegar til dæmis er velt vöngum yfir því hvað það kosti fyrir einstakling að fara milli staða innanlands, er aðeins litið á kostnað við kaup eldsneytis, en því alveg gleymt, að dekkin slitna ásamt fjölmörgum öðrum hlutum bílsins, og hann sjalfur fellur í verði í hlutfalli við aldur, auk þess sem fjármagnskosnaður og fleira bætist við í samræmi við notun. 

Réttasti mælikvarðinn felst í útreikningum FÍB og ríkisins, sem munu um þessar mundir vera rúmlega 100 krónur á kílómetrann, þannig að þegar ríkir borgar fyfir afnot af bíl, kostar ferð til Akureyrar og til baka um 100 þúsund krónur en ekki 25 þúsund krónur.  

Þegar sparnaðar er þörf, eins og til dæmis við rekstur stofnana og fyrirtækja, vill það oftast verða þrautaráðið að láta það bitna á nauðsynlegu viðhaldi. 

Tugmilljarða kostnaður vegna myglu og annarra skemmda sem látin voru viðgangast eftir efnahagshrun eða samdrátt síðan 2008 er orðinn margfalt kostnaðarsamari en ef beitt hefði verið fyrirbyggjandi viðhaldi og eftirliti frá byrjun. 


mbl.is Sundur og saman, sundur og saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband