Ali og Villis: Töframenn ofurhraðans.

Fróðlegt er að kynna sér tvo bardagaíþróttamenn, sem kalla mætti töframenn ofurhraðans. 

Þetta eru þeir Bruce Willis og Muhammad Ali.  

Í ákveðnum atriðum var Willis með svo hraðar hreyfingar að það olli kvikmyndagerðarmönnum vandræðum. 

Ástæðan var sú, einn myndrammi í filmu er einn fertugasti hluti úr sekúndu. 

Ali gaf því höggi tvö nöfn, Phanton punch og Ancor punch og benti á það að höggið hefði verið svo hratt, að það hefði verið styttra en einn kvikmyndarammi. 

Í stríðni útskýrði hann þetta þannig, að á einum fertugasta úr sekdúndu depluðu menn augunum, og að ástæða þess að enginn sá höggið hefði verið sú, að allir í salnum depluðu auga á sama tíma! 

Tíminn átti eftir að leiða í ljós að Vofuhöggið var raunverulegt, því að höfuð Listons færist örsnöggt til á milli myndramma.  

Í bardaga við Ron LyLe áratug síðar ló Ali langan hægri kross svo hratt að Lyle rotaðist án þess að myndin sýndi það nákvæmlega. 

Ali var einhver hraðmælskasti orðhákur sinnar tíðar, en fyrstu einkenni Parkinson heilasjúkdómsins, sem þjáði hann frá 1979, komu fram í röddinni, sem varð óskýr og hæg. 

Talið er að Parkinson sjúkdómurinn tengist oft höfuðhöggum, ýmist frá ungum aldri eða í mkilu magni eins og hjá Ali. 


mbl.is Bruce Willis hefur greinst með heilabilun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír Kambavegir, þrjár brýr (sex alls) á tveimur Gilsám og margt fleira.

Þegar ekið er um Noreg er á fjölmörgum stöðum boðið upp á fyrirbæri, sem virðst að mestu fyrir borð borið hér á landi; varðveisla gamalla samgöngumannvirkja, sem eru í raun áhrifamiklar minjar um samgöngusöguna. 

Meðal ótal minja af þessu tagi er gamli fjallvegurinn um Strynefjeld, en af nógu er að taka, þar sem fara saman varðveisla mannvirkjanna í upprunalegri mynd og vönduð skilti með kortum og myndum.  

Í bókinni Stiklur um undur Íslands er fjallað um leiðina frá Kolviðarhóli austur um Kamba, en á þessari leið eru dæmi um vanrækt dæmi á borð við sögustaðinn Kolviðarhól og þrjár kynslóðir af Kambaveginum. 

Einnig um merkileg mannvirki á leiðinni Hvítárbrú-Biskupsbeygja. 

Vel hefði mátt bæta við tveimur Gilsám, báðum á Austurlandi, þar sem hafa verið smíðaðar þrjár kynslóðum af brúm yfir þessar ár. 

En nútímafólk virðist haldið algerri blindu varðandi þau menningarsögulegu verðmæti, sem þessar brýr búa yfir. 


mbl.is Synd og skömm að rífa brúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dacia Spring líka til Íslands, "rafbíll litla mannsins."

Kínverjar og Tævanbúar standa mjög framarlega í framleiðslu rafknúinna farartækja af öllu tagi og því er innflutningur á BYD mál, sem vert er að gefa auga. Dacia Spring (2)DSC00454

En í auglýsijngu í dag má sjá, að annar bíll, "rafbíll litla mannsins" Dacia Spring sé líka kominn til landsins líkt og hann er í Danmörku. 

Verð bílsins, 3,4 milljónir, sýnir það sem sýna þarf, og hér á síðunni hefur verið auglýst eftir því að reynt sé að uppfylla þörfina á svona bíl.  

Með því að skoða gögn um bílinn á netinu má lesa úr tölum, hver galdurinn er í aðalatriðum. 

Með því að ná fram með hönnunarbrögðum léttingu bílsins, er uppgefin tómaþyngd aðeins 1045 kíló, sem er alveg ótrúleg tala, aðeins 100 kílóum þyngri en þyngd á tveggja sæta rafbílnum Invicta með 27 kwst rafhlöðu. 

Fyrir bragðið er WLPT drægni Dacia Spring uppgefin 230 km, sem auðvitað er lægri en á flestum öðrum bílum, en getur alveg gagnast fyrir nægjusama. 

Stærð rafhlöðunnar í Dacia Spring er rúmlega 27 kwst, en til samanburðar var rafhlaðan i fyrstu kynslóð Nissan Leaf 24 kwst. 

En Leaf var hálfu tonni þyngri en Spring er, þannig að drægni Spring er furðu góð. Invicta og Tazzari rafbílar

Spring er auðvitað málamiðlun, og til þess að fá fram þetta lága verð er aukabúnaður kannski eitthvað minni en ella. Bíllinn er mjór og stuttur og rými mætti vera betra í aftursætunum, en staðsetning rafhlaðnanna undir þeim, er hluti af hugvitssamlegri útfærslulausn. 

Bíllinn hallast talsvert í beygjum miðað við aðra, stjörnurnar í NCAP mættu vera fleiri. 

En aðalatriðið er að eins og áður í framleiðslu bíla, hefur Dacia verksmiðjunum tekist að brjóta kostnaðarmúr með framleiðslu þessa bíls, sem skilar af sér þolanlegri drægni, 125 km/klst hámarkshraða, sætum fyrir fjóra og 290 lítra farangursrými, en vera samt minni um sig en Toyota Aygo X. 

Neðst á síðunni er mynd af tveimur ódýrustu rafbílunum, sem hafa verið fluttir inn til landsins, báðir tveggja sæta; sá fremri er Invicta 2ds en hinn aftari Tazzari Zero EM1. 

Verð þess fremri er um 2,5 millur, en 2016 þegar sá aftari var fluttur inn, var verðið 2 millur. Mæld drægni var 115 km á Invicta og hámarkshraði 90 km/klst plús, en 90 km drægni og hámarkshraði 100 km/plús á Tazzari.  


mbl.is BYD til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband