Langmikilvægasta orrusta Seinni heimsstyrjaldarinnar fyrir 80 árum.

 Tvær stórorrustur í lok ársins 1942 þóttu marka alger þáttaskil í Seinni heimsstyrjöldinnI. 

Annars vegar var það orrustan við EL Alamein milli Þjóðverja og Breta sem Bretar unnu með dyggri vopasendingaaðstoð Bandaríkjamanna, en hins vegar orrustan við Stalíngrad austur við Volgubakka í Rússlandi, en í dag eru rétt 80 ár síðan 6.her Von Paulusar gafst upp í rústum borgarinnar.  

Á aðra milljón manna fórust í þessum hildarleik, 6. herinn var á endanum þurrkaður út, og Von Paulus eini þýski hershöfðinginn með æðstu tign sem fram að því hafði gefist upp. 

Lengi vel eftir stríðið eimdi eftir því að leggja þessar tvær orrustur að jöfnu.

En tölurnar segja allt annað. Flestar tölur um orrusturnar tvær eru tíu sinnum stærri í Stalíngrad heldur en El Alamein og sú orrusta markaði því margfalt stærri spor í stríðsreksturinn.  

Það er því engin furða að Vladimir Pútín geri mikið úr afmælisdeginum og leggi út af tilefni hans. 

Það er að vísu langt seilst hjá honum að jafna hermönnumm Úkraínu við hermenn nasista að öllu leyti.  En auðvitað er það rétt hjá honum, að nú séu í ljósi nýjustu frétta  boðuð koma þýskra skriðdreka í austurveg eftir 80 ára hlé. 


Verður byrjað á því að selja slökkvibílana líka? Og slökkvitækin?

Það eru ömurleg rök fyrir því að selja TF-SIF að hún hafi lítið verið notuð hér heima að undanförnu. Það sýnir lítinn skilning á eðli viðbúnaðar- og öryggistækja að tímabundin hlé geti komið í notkun þeirra.  

Slys og önnur váleg fyrirbæri gerast nefnilega ekki eftir forskrift manna, heldur algerlega tilviljanabundið. 

Enn meira skilningsleysi felst í því að nota minni notkun vegna fjársveltis sem röksemd fyrir því að hætta alveg rekstrinum.  

Vísa til næsta bloggpistils á undan þessum um muninn á getu flugvéla og þyrlna. 

Þar sem setið er við að pára þennan pistil eru nokkrir metrar til stórs slökkvitækis, sem ekkert hefur verið notað frá upphafi. 

Er það nóg ástæða til þess að selja slökkvitækið?


mbl.is Viðbragðsaðilar í áfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband