Hitler þurfti ekki að láta skjóta einu einasta skoti 1938.

Tímaritið Time útnefndi Adolf Hitler "mann ársins 1938" með þeim rökstuðningi að enginn einn maður hefði varið sigursælli það ár, og það án þess að þurfa að láta hleypa af einu einasta skoti í sigurför hers hans við sameiningu landanna tveggja, Þýskalands og Aururríkis (Anschluss). 

Í viðbót tókst Hitler að þvinga Vesturveldin til "friðsamlegra" samninga sem leiddu til þess að afmá ríkið Tékkóslóvakíu af landakortinu. 

Eðlilegt er að Pútín hugsi sér að nýta sér þessa reynslu, og er ýmislegt kunnuglegt að sjá í skjali því sem birt er í viðtengdri frétt á mbl.id. 

Sumt er þegar komið í framkvæmd eins og til dæmis nýting svnefndra "aðskilnaðarsinna" á Donbass svæðinu, sem er hliðstæða Súdetahéraðanna í Tékkóslóvakíu 1938. 

Þegar Hitler hóf að framkvæma hernám Austurríkis þurfti hann í fyrstu að kljást við andúð Mussolinis en tókast með lagni að snúa honum á sitt band, þannig að þegar þýski herinn marseraði inn í fæðingarland Hitlers var það líkara friðargöngu en innrás hers. 

Þá voru eftir tveir kaflar hernáms nágrannaríkjanna, þess fyrri með friðarsamkomulagi, - en í hinum síðari var það grátandi fólk í Tékklandi, sem horfði á "friðsamlega" innrás Þjóðverja og hlustaði á Foringjann, sem lýsti yfir því sigrihrósandi, að þjóðríkið Tékkóslóvakía hefði verið afmáð af yfirborði jarðar.

Hér á síðunni var líkindunum með 1938 og 2022 lýst fyrir tæpu ári. Sé ofangreint skjal til er það aðeins staðfesting á því sem þá var rakið. 

Við það má síðan bæta því sem mestan hroll vekur; Hótanirnar, sem beitt var 1938 og fólust í því, að ef ekki væri skrifað upp á uppgjafarsamning gagnvart Hitler, myndi heimsstyrjöld skella á með öllum þeim hroðalegu afleiðingum, sem henni fylgdi. 

Niðurstaðan varð sú að skrifuð var á eitt blað yfirlýsing Hitlers og Chamberlains, sem sá síðarnefndi veifaði framan í blaðamenn við komuna heim til Englands með þeim orðum, að nú væri "tryggður friður i Evrópu um okkar daga."

Hann lýsti því líka hve fjarstætt það hefði orðið, ef byrjað hefði verið að setja upp gasgrímur og fara út í stríð fyrir ókunnugt fólk í fjarlægu landi. 

Hins vegar lýsti Hitler þessu þannig í innsta hring sínum, að gamall vesalingur hefði skrifað undir algerlega einskis virði blaðsnepil. 

Bretar og Frakkar töldu sig stórlega vanbúnaða til þess að fara í stríð, en hið rétta reyndist vera, að eins árs frestur var miklu dýrmætari fyrir Þjóðveerja, sem fengu öfluga hergagnaframleiðslu Tékklands á silfurfati og efldu sinn herafla miklu hraðar. 

Hliðstæða nú gæti falist í ógninni um beitingu kjarnorkuvopna þar sem NATO yrði stillt upp við vegg. 

Stærðarmunurinn á þeim vopnum og öflugustu vopnunum 1938 er hins vegar tryllingslegur og hugsanlega um líf eða dauða allra jarðarbúa. 

 


mbl.is Rússar ætla að taka yfir Hvíta-Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Majorka aftur komin á blað eftir hálfrar aldar hlé?

Þegar Íslendingar fóru í langferðir á þremur skemmtiferðaskipum á skammvinnum svanasöngakafla hagstæös gengis íslensku krónunnar i lok síldarævintýriins sjöunda áratugarins, fór eitt þessara þriggja skipa, Regina maris, um Miðjarðarhafið í nokkra daga, og stansaði meðal annars á Majorka. 

Eftir þetta varð til hugtakið Majorkaveður heima á Fróni, því að Íslendingarnir sem fór í land, bar saman um að þangið ættu þeir áreiðanlega eftir að koma aftur síðar. 

En gengi krónunnar var fellt tvívegis árið 1967 og í staðinn stóðu þeir Ingólfur í Útsýn og Guðni í Sunnu fyrir því að gera Costa del sol að helsta ferðamannastað íslendinga á Spáni. 

Majorka er nær Íslandi en flestar eyjarnar, sem nefndar eu í viðtengdri frétt á mbl.is svo að kannski fara gamlir draumar að rætast eftir öll þessi ár.  


mbl.is Bestu eyjarnar til að heimsækja 2023
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband