Samræmt íslenskt málfar: Aðilar, meðlimir og samnemendur.

Oft er engu líkara en í gangi sé samræmd aðför að fjölda góðra og gegnra íslenskra orða í formi andlausrar notkunar eins konar tískuorða, sem fara eins faraldur um orðaforðann.

Eitt snilldarorðið, "líðsmeðlimir" lítur dagsins ljós í viðtengdri frétt á mbl. 

Hvers á orðið "liðsmenn" að gjalda, tvö atkvæði i stað fjögurra? 

Orðið "áhafnarmeðlimur" hefur fyrir löngu orðið að síbylju og nær útrýmt ágætum orðum eins og "skipverji" og þar með orðinu áhöfn. 

Næsti áfangi gæti orðið að eyða orðinu ríkisstjórn og taka upp "ríkisstjórnarmeðlimur". 

Að ekki sé nú talað um orðið "aðili" sem veður um og slátrar góðum og gegnum orðum. 

Sum þessara nýju og ömurlegu orða eins og "samnemandi" skilja eftir sig slóða af drepnum orðum, samanber skólabróðir, skólasystir, skólafélagi, skólasystkin...

Björgunarsveitarfólk er orðið að "viðbragðsaðilum" og enginn er maður með mönnum, afsakið "aðili með aðilum" nema að drattast með viðhengið "aðili" af einu eða öðru tagi.  


mbl.is Svara gagnrýni þjálfara og fljúga þeim út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein af mörgum útskýringum: Örþreyttir menn gera frekar mistök.

18 mínútna kaflinn frægi og örlagaríki á HM hjá íslenska landsliðinu í leiknum gegn Ungverjum markaðist mjög af svonefndum tæknifeilum og mistökum.

Undirliggjandi orsök kann að vera sú, að of lengi hafi verið keyrt á sömu mönnunum og nefndi einn leikskýrandi í blaðaviðtali tölurnar, sem voru þessar: Ísland notaði 7-9 menn á sama tíma og aðrir notuðu 14-16. 

Í eins ofboðslega hröðum bolta og spilaður er látlaust í nútíma handbolta, reynir mun meira á hvern mann meðan hann er inn á heldur en ef hann er ekki notaður. 

Nefnt hefur verið að Aron Pálmarsson sé að meðaltali aðeins inn á hjá Álaborg í helming leiktímans. 

Það hefur verið nefnt að Aron sé svo frábær varnarmaður að hann þurfi að vera lengur inni á, jafnvel heila leiki á HM til þess að færni hans sem varnarmanns nýtist. 

Þetta er augljós mótsögn; þvert á moti er verið með þessu að keyra manninn út um of og hann fer óhjákvæmilega að gera óþarfa mistök.  

Til þess að komast að kjarna málsins þyrfti að skoða leiki liðsins vandlega með skeiðklukku og samlagningu og bera þær mælingar við keppinautana. 

Þá gæti blasað við að óvenju mikil breidd í leikmannahópi Íslands hafi verið stórlega vannýtt, sem meðal annars kom fram í því að Kristján Kristjánsson kom aðeins inn á í nokkrar mínútur og stóð sig mjög vel, en fékk því miður alltof stuttan tíma til þess.  


mbl.is Óánægja með störf Guðmundar innan landsliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband