Tæpara og sárara verður það varla, en úrvinnsla úr erfiðleikum skapar meistara.

Leikur Georgíu og Íslands í körfubolta nú rétt áðan bauð upp á flest, sem slíkir leikir geta boðið upp á, háspennu, baráttu, taktík, og síðast en ekki síst, óumdeilanlegt mikilvægi.  

Lokamínútan allt fram á síðustu sekúndu buðu upp á minnsta mögulega mun, sem til þurfti í tíma og stigum, til þess að liðið kæmist áfram í úrslitakeppni HM, en þessi hárfíni munur féll í öfuga átt. 

Það var því ekki furða að íslensku leikmennirnir voru algerlega orðlausir í leikslok. 

En björtu hliðarnar eru samt fyrir hendiþ Það þarf að vísu sigra í hverri íþrótt til að verða meistarar, en sagan sýnir, að enn mikilvægara er, hvernig menn vinna úr ósigrum. 

Það á hið stórgóða og efnilega íslenska landslið möguleika á að gera, reynslunni ríkara frá leiknum í dag.  "Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði!"


mbl.is Ísland einu skoti og einu stigi frá sæti á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband