Er ESB-aðild ekki of flókin líka?

Þegar VG bar fram tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna Kárahnjúkavirkjunar var ein af mótbárunum gegn því sú, að málið væri of flókið, það þyrfti svo miklu meiri upplýsingar um það en lægju fyrir, bæði hvað snerti aðra möguleika á nýtingu svæðisins, aðrsemisútreikninga og hvað eina sem snerti svo viðamikið mál.

Auk þess væri þetta ekki rétti tíminn fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu því að hún myndi skyggja á önnur mál í komandi kosningum.

Samkvæmt því var mikilvægara að láta kosningar snúa um hinn smærri mál í einstökum kjördæmum.  

Ef gerður verður aðildarsamningur við ESB verður hann og áhrif hans afar flókið mál með mismunandi og umdeilanlegum áhrifum á marga málaflokka.  Hann er líka milliríkjamál eins og Iceasave. Er þá ekki rangt að bera hann undir þjóðaratkvæði?

Í Bandaríkjunum eru ekki aðeins kosnir þingmenn í kosningum heldur mikill fjöldi embættismanna. Er það ekki of flókið mál fyrir kjósendurnar sem eru af mjög mismunandi sauðahúsi? 

Icesav-deilan verður sett í þjóðaratkvæðagreiðslu lögum samkvæmt hvort sem mönnum finnst hún vera of flókin eða ekki.

Nema um það náist þverpólitísk samstaða að leysa málið í tæka tíð á þann hátt að þjóðaratkvæðagreiðslan verði óþörf, til dæmis með því að fá fram niðurstöðu í samningum við Breta og Hollendinga sem sátt er um að sé álíka viðunandi fyrir okkur og lögin frá því í ágúst voru.

Nú nægir ekki að afturkalla lögin eins og gert var 2004 til þess að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin.

Reynslan síðustu 65 ár sýnir að ef þverpólitísk samstaða er um eitthvað eitt málefni, þá er hún um það að aldrei fari fram þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilsverðustu mál. Annar hefði einhver slík atkvæðagreiðsla farið fram í öll þessi 65 ár.   

 

 


mbl.is Of flókið fyrir atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband