30 ár afturábak.

Í samdrætti og niðurskurði kreppunnar eru sum staðar tekin risaskref afturábak. Það gerist nú hjá RUV og stefnir í enn verra hjá Landhelgisgæslunni. 

Fyrir þrjátíu árum var ég einn í hópi einhuga sjónvarpsmanna sem gagnrýndu byggingu útvarpshússins harðlega og ályktuðu gegn því að vera fluttir úr bílasmiðjuhúsinu við Laugaveg.

Er áreiðanlega fátítt að starfsmenn stofnunar álykti gegn því að vera fluttir í nýtt og stærra húsnæði.  

Ástæðan var sú að útvarpshúsið var ekki í upphafi hannað fyrir sjónvarp og nýting þess varð því óhjákvæmilega bæði slæm og röng þegar reynt var að troða sjónvarpi og útvarpi inn í rými sem átti upphaflega eingöngu að vera fyrir yfirstjórnina og hljóðvarpið. 

Nú sitjum við uppi með þetta hús sem er miklu stærra en það þyrfit að vea og kostar mikið fé að reka það út af fyrir sig og engin leið er að minnka kostnaðinn á þann hátt að minnka húsið 30 ár aftur í tímann. 

Hrafn Gunnlaugsson orðaði það svo að útvarps- og sjónvarpshús væru húsnæði til að framleiða dagskrá á sem hagkvæmastan hátt og einskis annars. 

Mér varð hugsað til þessa þegar ég kom suður á Florida til að sjá í hvernig húsnæði stórrar sjónvarpsstöðvar 300 milljón manna þjóðar var þar.

Í mörg ár hefur hljómað krafa um að hallareksur RUV verði stöðvaður.

Nú er verið að gera það og þá heyrir maður strax suma af þeim sem heimtuðu hressilegan niðurskurð leika Ragnar Reykás af miklum móð.

Þetta er að byrja að koma fram og því ekki auðvelt að sjá hvort rétt verður að þessum hrikalega niðurskurði staðið.

Þessir dagar eru svartir dagar í sögu kjölfestu íslenskrar fjölmiðlunar á þeim tíma þegar nauðsyn eflingar hennar er mest.

Manni er eiginlega orða vant yfir þessum ótíðindum og spyr: Þarf þetta að fara á þennan veg? 


mbl.is Svæðisfréttamönnum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Halldórsson

Hrafn Gunnlaugsson  getur verið orðheppinn.Hann sagði í viðtali að rekstur útvarpshúsins snerist um loftræstikerfið sem er risastórt og  síðan væru kallaðar til nefndir sem fjölluðu um hússótt sem loftræstikerfið gæfi frá sér.Ádeila hjá kalli en samt svolítið til í þessu.Það þarf sennilega ekkert risahúsnæði til að reka fjölmiðil ,auk þess gæti margt fjölmiðlaefni  verið unnið hvar sem er á landinu í öðru húsnæði.

Hörður Halldórsson, 22.1.2010 kl. 14:38

2 identicon

Er þetta ekki bara byrjunin þarf ekki að skera ríkisbáknið mikið niður og ennþá meira meðan þessi stjórn er starfandi í það minnsta finnast mér hugmyndir og gjörðir hennar út á túni.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 18:02

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Loftræstikerfið er svo hrikalega stórt í útvarpshúsinu vegna þess að þar eru brotin lögmál sem Rómverjar nýttu í stórbyggingum sínum, að ekkert hús megi fara yfir ákveðna breidd.

Þetta lögmál má sjá erlendis í byggingum eins og Pentagon, Louvre-safninu og byggingunum í London.

Starfsmenn Sjónvarpsins hafa alla tíð beðið um að fjármagn til dagskrárgerðarinnar væru númer eitt og síðan væru húsnæði og tæki löguð að því og höfð þannig að sem minnst af fénu væri tekið frá dagskrárgerðinni.

Ómar Ragnarsson, 22.1.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband