Hættulegt að hugsa um jafntefli.

"Íslenska liðinu dugar jafntefli." "Þriggja marka tap getur dugað." "Hagstæð önnur úrslit geta dugað." 

Hugarfarið í ofangreindum þremur setningum getur verið varasamt ef það síast inn í undirmeðvitund íslenska landsliðsins í handbolta í leiknum við Norðmenn í dag.

Í tveimur leikjum liðsins kom í ljós hve stutt er á milli þess að vinna með einu marki eða gera jafntefli og það er alveg jafn lítill munur á því að gera jafntefli og tapa.

Íslenska liðið fór greinilega inn í síðustu leiki sína með því hugarfarið að vinna og sama hugarfar mun reynast þeim drýgst í leiknum við Norðmenn í dag.  


mbl.is EM: Sama munstur og 2002?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Rétt hjá þér Ómar. Í guðanna bænum hættið þið fjölmiðlamenn og allir hinir að hamra á þessu í tíma og ótíma. Sem betur fer eru strákarnir einbeittir í þessu verkefni sínu og eru ekkert að hugsa um annað en sigur í þessum leik sem öðrum. Þeir eru ekki að hugsa um ef og kannski ef, né heldur að leggja það í hendurnar á öðrum liðum að ráða því hvort þeir fara áfram eður ei. 

Þeir ætla sjálfum sér þá ánægju og þann árangur.

Viðar Friðgeirsson, 28.1.2010 kl. 11:14

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir með ykkur, Viðari og Ómari

Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 13:10

3 Smámynd: Haraldur G Magnússon

Þetta er alltaf það fyrsta sem kemur upp í huga fréttamanna.Eins og þeir vilji að liðið reyni að sleppa létt frá leiknum.

Áfram Ísland

ekkert nema sigur

Haraldur G Magnússon, 28.1.2010 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband