Valdið spillir.

Peningar eru eitt afbrigði af völdum og lögmálið er að vald spillir og því meira og langvinnar sem valdið er, því meiri er spillingarmáttur þess. 

Það sannast á sorphirðumanninum sem vann tvo milljarða í lottói og sóað öllu fénu og svipað lögmál var orsök efnahagshrunsins hér á landi.  

George Best var einhver mesti knattspyrnumaður sem enska knattspyrnan hefur haft innan sinna raða og hafði tekjur í samræmi við það.

Hann lést langt um aldur fram vegna þess að hann réði ekki við frægð, fé og frama og drap sig á drykkju og dópi.

Ég þekki mörg dæmi um að það hefur verið lífsmunstur slíkra manna að geta ekki lifað lífinu öðru vísi en að "detta í það" með reglulegu millibili og fara út á lífið. 

Þegar Best leit yfir farinn veg mælti hann þessi fleygu orð: "Ég eyddi mestu af peningunum mínum í vín og konur og afganginum í einhverja bölvaða vitleysu." 


mbl.is Vann tvo milljarða í lottói en er kominn aftur á bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já það er sitt hvað gæfa og gjörfulleiki eins og segir í Grettis sögu.

Bestu kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2010 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband