"Fellum þá á eigin bragði!"

Eitt af þeim vígorðum sem heyrast oft í bandarískri samkeppni eru þessi: "Let´s beat them at their own game", en þessari aðferð er í íslensku glímunni lýst með orðunum: "Fellum þá á eigin bragði." 

Eftir meira en 30 ára sókn Japana og útlendinga inn á bandaríska bílamarkaðinn undir formerkjum vöruvöndunar virðast bandarísku bílaframleiðendurnir loksins vera að taka við sér á þann eina hátt sem mögulegur er, að auka gæði framleiðslu sinnar.

Á þann hátt má líta á samfelldar hrakfarir bandarískra bílaframleiðenda og ófarir fjármálahrunsins með jákvæðum augum, - þetta reyndist vera nauðsynlegt til þess að menn horfðust af raunsæi í augu við vandann og tækju almennilega á honum.

Fyrst eftir seinni heimsstyrjöldina var vöruvöndun í bandarískum bílaiðnaði heimsþekkt, hurðir féllu hljóðlega að stöfum, gírskiptingar runnu nákvæmt, mjúkt og þétt í gegn, allt virkaði eins og best var á kosið.

En velgengni er hættuleg og hún reyndist það á þeim tímum þegar Bandaríkjamenn framleiddu yfirgnæfandi meirihluta allra bíla í heiminum.

Heilbrigð samkeppni er af hinu góða og nú eru vonandi tímar hennar að renna upp, gagnstætt því sem gerðist í kreppunni miklu 1930-40 þegar löndin lokuðu að sér með tollmúrum og einokun á ýmsum sviðum innanlands í hverju ríki olli allsherjar samdrætti í heiminum um langt árabil.  


mbl.is Samdráttur í sölu Toyota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Ómar,

Þrátt fyrir innköllunina sá ég í fréttum að sala Toyota jókst mikið í síðasta mánuði á heimsvísu.  Hér í Bandaríkjunum eru margir sem algjörlega sniðganga General Motors þessa dagana vegna þess að þeir þáðu ríkisstuðning.  En það er vel mögulegt að GM taki við sér núna þegar búið er að skera af því fituna og það er komið í betra form! 

Ég hef smá áhuga á gömlum bílum (þú getur skoðað nokkrar myndir sem ég tók á sýningu í smábæ hérna nálægt í fyrra á http://arnor.zenfolio.com/p795893) og ég hef tekið eftir því að bandarískir bíla frá áttunda áratugnum eru lítt sjáanlegir.  Það er eins og milli 1970 og 1980 hafi verið tómt rusl framleitt þennan áratug.  Maður sér bíla frá sjötta og níunda áratugnum, en nánast ekkert þar á milli!

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 3.3.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband