Eins gott.

Það verður eins gott að stórhuga áætlanir um Hörpu sem ráðstefnustað verði að veruleika. Sem tónlistarhús á það eftir að eiga í harðri samkeppni við splunkuný og rándýr tónlistarhús í Osló og Kaupmannahöfn, sem bæði eru miklu nær miðju Evrópu en Ísland. 

Í Þrándheimi, sem er sambærilegasta byggð í heimi og Reykjavík og Ísland er frábært tónleikahús, sem heitir Ólafshöllin. 

Þarna er sama breiddargráða og svipað loftslag, svipuð menning og lífskjör.  Mannfjöldinn í Þrándheimi og Þrændalögum er sambærilegur við mannfjölda í Reykjavík og á Suðvesturlandi.

Þetta er 4-5 sinnum ódýrara tónlistarhús en Harpa og er rómað fyrir fullkomna aðstöðu fyrir hvers kyns tónlistarviðburði og óperur. 

Það var frá upphafi ætlað fyrir óperuflutning en í upphafi átti Harpa ekki að geta hýst óperuflutning.  

Ólafshöllin er ekki minnismerki sem keppi við óperuhúsið í Sydney í útliti heldur svo yfirlætislaust  í miðborg Þrándheims að það liggur við að það sé falið. 

Stóri salurinn tekur 1200 manns og sá litli rúmlega 200.  Húsið er þéttbókað allt árið og aðstaðan skemmtileg því að hótel og verslunarmiðstöð eru sambyggð og nóg bílastæði í grennd.

Mér var tjáð að salirnir væru hæfilega stórir og að menn hefðu ekki fallið í þá gryfju að hafa litla staðinn stóran eins og á að vera í Hörpu.

Betra væri að hafa salinn þannig að þar sé ævinlega þétt stemning heldur en að hafa hann svo stóran að hætta sé á að hann virki hálftómur.

Mér sýnist tilvera Hörpu og rekstrargrundvöllur standa og falla með því að vel takist til með að gera hana að aðlaðandi ráðstefnustað.

Ef ekki er ég hræddur um að erfitt verði að reka húsið án þess að það verði fjárhagsleg byrði.  


mbl.is Harpan mun skapa mikinn gjaldeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið vildi maður óska að þetta hús gæti orðið tónlistarlífi okkar til framdráttar en þær fréttir sem maður fær af framtíðarhorfum hússins benda mjög eindregið til þess að ráðstefnuhald verði ekki drifkraftur í rekstri þess. Okkur er eins gott að sætta okkur við að þetta hús verður á opinberu framfæri eins og Þjóðleikhúsið. Þar kemur einkum til að blandaður rekstur hússins er illa samræmanlegur og það sem hentar einu hentar öðru illa.

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 13.3.2010 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband