Bæði höfuðborg og landsbyggð blæðir.

Þær staðreyndir sem kvikmyndagerðarmenn kynntu í dag eru sláandi og bæta má mörgum fleirum við.

Sú ímynd hefur skotið rótum í hugum margra að kvikmyndagerð þjóni aðeins kaffihúsafólki úr 101 Reykjavík. En raunveruleikinn er sá að bæði landsbyggð og höfuðborg blæðir við það að lemstra íslenska kvikmyndagerð. 

101 Reykjavík er notað sem skammaryrði þar sem búin er til sú ímynd að þar ráfi helst óreglufólk, letingjar og auðnuleysingjar, sem liggi uppi á ríkinu og lepji vín og bjór á kaffihúsum. 

Þetta er alröng mynd eins og glöggt mátti sjá í kynningu á fólki sem hefur unnið við þetta úti á landi og kom fram á milli atriða á Edduverðlaunahátíðinni nýlega.

Íslensk kvikmyndgerð hefur líka laðað að sér erlent kvikmyndagerðarfólk, sem hefur fengið íslenskt kunnáttufólk í vinnu hjá sér. Eða halda menn að atriðið í Bond-myndinni við Jökulsárlón hafi aðeins skapað vinnu í 101 Reykjavík? 

Ég hef eytt öllu mínu fé og ómældri vinnu í kvikmyndagerð undanfarin níu ár. Nánast allan þennan tíma hefur vettvangur minn verið úti á landi en ekki í reykjarkófi reykvískra kaffihúsa. 

En samkvæmt skilgreiningunni sem margir tönnlast á voru Fjölnismenn og Jón Sigurðsson mestu ónytjungar Íslands á sínum tíma þegar þeir sátu á kaffihúsum í Kaupmannahöfn á meðan landar þeirra hírðust í moldarkofum, þræluðu í sveita síns andlitis og löptu dauðann úr skel. 

 


mbl.is Fimm milljarðar tapast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekkert reykjarkóf lengur á kaffihúsum.

Fjármögnun íslenskra kvikmyndaverka

Þorsteinn Briem, 18.3.2010 kl. 20:51

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu á ekki að gera lítið úr neinni löglegri atvinnugrein.

Til að geta selt útlendingi kaffi á kaffihúsi í Reykjavík þarf að flytja inn kaffi og til að veiða hér fisk eru flutt inn fiskiskip.

Útlendingar kaupa nær allan fiskinn og raforkuna en íslenskar landbúnaðarafurðir eru að langmestu leyti seldar í þéttbýlinu hérlendis.

Væri hér ekkert þéttbýli væri hér sjálfsþurftarbúskapur, líkt og fyrir tveimur öldum.

Þorsteinn Briem, 18.3.2010 kl. 21:14

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki man ég nú eftir að hafa séð þessu haldið fram:  

"Sú ímynd hefur skotið rótum í hugum margra að kvikmyndagerð þjóni aðeins kaffihúsafólki úr 101 Reykjavík."

Ég er hlyntur því að kvikmyndagerð fái stuðning frá hinu opinbera en hins vegar eru vinnubrögð Kvikmyndasjóðs til skammar í úthlutunum sínum. Þar er klíkuskapur á ferð og ekkert annað.

En það er ekki eins og búið sé að skera stuðninginn niður í ekki neitt. Margir virðast ekki átta sig á því að fjárveitingar til kvikmyndasjóðs jukust mjög mikið á árunum fram að "hruni" og í dag er hún sambærileg við það sem hún var árið 2005. 

Stundum þarf að taka upplýsingum frá sérhagsmunaaðilum með ákveðnum fyrirvörum. Upplýsingar um töpuð störf og tapaðar skatttekjur frá kvikmyndagerðarmönnunum sjálfum, þarf að skoða nánar.

Og... "101 Reykjavík" er ekki skammaryrði, heldur er verið að gera grín að ákveðnum manngerðum sem hafa skrítnar hugmyndir lífið og tilveruna. Sumt af þessu fólki hefur fengið töluvert pláss í fjölmiðlum þegar það hefur tjáð sig um hvernig lífsbaráttunni skuli hagað á landsbyggðinni.

Það leynist kannski "101 Reykjavík" í okkur flestum, en afskaplega mis mikið þó.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2010 kl. 21:21

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flestir þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa búið á landsbyggðinni um lengri eða skemmri tíma, eða eiga foreldra sem hafa búið á landsbyggðinni.

Þorsteinn Briem, 18.3.2010 kl. 21:30

5 identicon

Erlendir kvikmyndagerðamenn hafa haft takmarkaðan áhuga á 101 í gegnum tíðina.Rauða skikkjan Salka Valka .Saga Borgarættarinnar voru allar teknar út á landi.Svo ég taki fyrstu verkefni sem ráku hér á fjörur í gamla daga.Íslenskt borgarlíf er ekkert sértækt en það er landslagið á íslandi er það hins vegar.Man  eftir John Wayne og "The Searches" hvað landslagið í Nevada eða Colorado (?) með klettadröngunum orkaði sterkt á mig .Danski leikstjórinn í Rauðu skikkjunni náð samt ekki sömu hughrifum með Dimmuborgir í baksýn. Nevada  Colorado Ísland Nýja Sjáland Ástralía (Picnik at hanging rock).= kröftugt landslag.

101 er engin París eða Manhattan.

Hörður (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 09:41

6 identicon

Ég er að verða ansi þreyttur á því að allt sé sýnt í gegnum Reykjarvíkurgleraugun, alltaf, allstaðar. Allir stóru fjölmiðlarnir sjá allt með augum Reykvíkinga og nágranna. Nú síðast ákvað Rúv að setja Reykjarvíkurgleraugun kyrfilega upp og nánast þurrka út sjónamið landsbyggðarinnar, utan við Akureyri sem heldur haus. Það að fá stóriðju á Austurland hefur litlu breytt, það fækkar og unga fólkið vill fæst vinna verksmiðjuvinnu, stóriðjan er ekki svarið, alls ekki. Og það er hægt að vera með kvikmyndagerð annars staðar en á suðvestahorninu og er til þó í litlu mæli sé. Frasinn "út á landi" sýnir oft virðingarleysi sunnanliðsins, eins og staðirnir heiti ekkert, allt sé þetta ein heild sem sé bara "út á landi" .

HStef (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband