Ná í upplýsingar um vindinn.

Um létt gosefni, sem stíga upp frá eldstöðvum gildir það að þau berast með vindi. Hægt er að fá upplýsingar um vindstefnu áður en lagt er af stað í áttina að eldfjalli. 

1. Hringja í veðursímann 90200600. Bíða í 2 sekúndur eftir að þulur hefur talað. Velja 2. Velja 3 og hlusta á veðurspá fyrir Suðurland.

2. Hringja í veðursímann 90200600. Bíða í 2 sekúndur eftir að þulur hefur talað. Velja 5. Hlusta á hver vindurinn sé í 5000 feta (1524 metra hæð). Þetta miðast að vísu við suðvesturhorn landsins, en með því að bera þetta saman við vindupplýsingarnar í lið 1. er hægt að draga ályktanir. 

3. Fara inn á vedur.is og fá spár og veðurathuganir, sem hægt er að byggja á. Vindstefna á Fimmvörðuhálsi getur verið dálítið önnur en upplýsingarnar hér að ofan gefa til kynna vegna landslags, og þá hest í vindáttum sem standa af jöklunum tveimur.  Þetta er þó yfirleitt ekki mikið frávik.   

4. Athuga vindinn þegar komið er í nánd við eldstöðina og sjá hvernig askan berst.

Ef mál eru könnuð vel fyrirfram á enginn að þurfa að lenda í öskufalli.  


mbl.is Fá hraun og ösku á móti sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband