Fer eftir hugarfari áhorfandans.

Margt það sem sagt er eða sýnt og þykir umdeilanlegt byggist á hugarfari áhorfandans eða áheyrandans. 

Gott dæmi um það er ósköp sakleysisleg mynd af Jósef og Maríu, sem hefur valdið úlfaþyt.

Má segja að sá úlfaþytur komi fremur upp um hugarfar gagnrýnenda en þess sem myndina gerði.

Gildir um slíkt hið fornkveðna:

 

Fegurð hrífur hugann meira ef hjúpuð er   /

svo andann gruni ennþá fleira en augað sér.

 

Eða vísa K. N.

 

Á undan mér hofróðan hraðaði för.  /

Í hálsmáli kjólinn var fleginn.  /

Á bakinu öllu engin spjör   /

en er nokkuð hinum megin?    


mbl.is Bólfimi Jósefs ekki særandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er vísan eftir K.N.: 

Á undan mér hofróðan hraðaði för,

í hálsmálið kjóllinn var fleginn:

á bakinu öllu var engin spjör;

en er nokkuð hinumegin?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 11:13

2 identicon

Ég man hana svona:

Á undan mér hofróðan hraðaði för

í hálsinn var kjóllinn fleginn.

Á bakinu öllu var engin spjör

en er nokkuð hinumegin?

Guðmundur Pétursson (IP-tala skráð) 29.3.2010 kl. 15:07

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Káinn var náttúrlega snillingur – og eins sá, sem orti hina vísuna (að mig minnir Steingrímur Thorsteinson). En "ósköp sakleysisleg" var myndin vitaskuld ekki, sem átti að heita að væri af Jósef og Maríu, því að yfirskrift hennar var svívirðileg. Illa er komið fyrir virðingu manna fyrir helgum mönnum og guðdómnum sjálfum, þegar slíkt er sett upp fyrir utan kirkjuhús til að trekkja að fólk, og heimskulegur er sá úrskurður eftirlitsstofnunar, að skiltið hafi verið „sett fram af félagslegri ábyrgð gagnvart neytendum og samfélaginu." – En þetta virðist þú samþykkja, Ómar!

Jón Valur Jensson, 30.3.2010 kl. 11:25

4 identicon

Jón Valur..... Átti þetta ekki að vera.....Illa er komið fyrir virðingu manna fyrir helgum mönnum og meydómnum sjálfum?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 12:20

5 identicon

Vertu ekki að bera í bætifláka fyrir þetta skilti. Það er afar smekklaust og sýnir skort á virðingu eins og Jón Valur nefnir. Það er hætt við að þú myndir bregðast öðru vísi við ef einhverju sem þér er kært yrði sýnd svona lítilsvirðing.

Það er sorglegt hvað það virðist vera í lagi að hafa kristni að háði og spotti og sýna henni enga virðingu enda illa komið fyrir mörgum trúleysingjanum í dag. Svo beygja menn sig og bukta fyrir Íslam sem er þó í stríði við kristni og vestræn gildi. Er þetta ekki tvískinnungur?

Jon (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 13:25

6 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

verra þætti þó Íslendingum ef Reykjavík væri sögð dönsk í heimsfréttunum, burt séð frá því hver fékk hvað hvar og hvernig.

Baldvin Kristjánsson, 30.3.2010 kl. 13:53

7 Smámynd: Jónatan Már Guðjónsson

Ég sé akkúrat ekkert dónaleg eða særandi við þessa mynd og yfirskriftin innheldur sannleikan og hreina heimspeki , það er nefnilega ervitt að ætla sér að vera næstur á eftir Gvuði . Ég hélt að engir nema kanar og katolikkar væru svo teprulegir að þola þetta ekki þar til ég las það sem JVJ og fleyri skrifa.

Kveðja Jónatan Már Guðjónsson

P.S. ég tilheyri Hvítasunnukirkjunni og telst þessvegna harðlínu trúaður en ég sé húmorinn og snilldina í þessu.

Jónatan Már Guðjónsson, 2.4.2010 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband