Stysta leiðin.

Nú er komin reynsla á það hvaða áhrif það hafi á þverár Krossár að hraun steypist ofan í þær. Hún sýnir að ekki er hætta á að þær vaxi svo að veruleg vandræði verið af eða meiri en af vatnavöxtum vegna mikils úrhellis á sumrin. p1011295_976076.jpg

Gönguleiðin þarna upp er mun styttri en leiðin upp Fimmvörðuháls að sunnan og fyrir þá, sem eiga sæmilega jeppa, er stytsta leiðin úr Reykjavík einfaldlega að fara á þeim austur að heppilegri gönguleið upp hálsinn að norðanverðu. 

Spáð er eindreginni norðanátt alveg fram að páskahelgi og þess vegna er engin hætta á gosefnum þarna. p1011317.jpg

Í þessum efnum mun reynast betur að segja ekki "nei, nei, nei," heldur "já, ef" og fylgja síðan vel fram skilyrðum leyfis og standa þarna góða vakt eins og verið hefur aðalsmerki þeirra sem hafa veitt ómetanlega aðstoð og leiðbeiningar vegna þessa goss. 


mbl.is Margir komnir í Þórsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Ómar,  hvar er jeppinn staddur þegar þessi mynd er tekin með ána í bakgrunni

Valbjörn (IP-tala skráð) 30.3.2010 kl. 17:19

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hann er á aðalútsýnisstaðnum efst að austanverðu við efri enda Hrunagils. Þangað er greið leið ofan frá svæðinu fyrir sunnan gíginn og er brúnin slétt að ofan en þverhnípi niður í gilið, mjög góður útsýnisstaður.

Ómar Ragnarsson, 30.3.2010 kl. 22:04

3 Smámynd: Gerður Pálma

Stórkostleg mynd,
Hef á tilfinningunni að þú hafir verið klónaður það sem þú kemur í verk er margra manna tak. 

Gerður Pálma, 31.3.2010 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband