Eins og í Sumargleðinni.

Uppákoman á leikvanginum í Króatíu minnir mig á eitt skemmtilegasta atriðið úr Sumargleðinni forðum daga.

Það var þegar Bessi heitinn Bjarnason kom í gervi þvottakarls inn í salinn með fötu og kúst og fór að skúra og truflaði þar með samkomuna, reifst í samkomugestum og öllum, sem á vegi hans urðu á ógleymanlega fyndinn hátt.

Hann fór líka upp á sviðið og eyðilagði listaflutning þar og gerði í raun allt vitlaust í húsinu, bæði í sal og á sviði. Bessi gerði þetta á þann hátt sem honum einum var lagið og engu öðru líkt, einkum vegna þess, að þetta atriði hans var gerólíkt frá sýningu til sýningar og byggðist mjög á mismunandi viðbrögðum áhorfenda.

Stuðmenn gerðu svipað með hjálp Flosa Ólafssonar í mynd sinni þótt ekki væri það með þeim ólíkindum sem Bessa tókst að gæða sitt frábæra atriði, sem aldrei var fest á mynd. 

Nei, svona lagað klikkar ekki, það virðist ljóst. 


mbl.is Ótrúleg uppákoma í Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebekka

Haha, þeir hefðu átt að setja textann "Takið af ykkur skóna!" undir myndina sem fylgdi fréttinni.  Nokkuð viðeigandi 

Rebekka, 31.3.2010 kl. 08:50

2 identicon

Vitnar um ómælda hæfileika og kunnáttu Bessa að landsfrægu andlitinu hafi tekist plata salinn svona.

Annars ergilegt að þessi fjölhæfi leikari sé nú flestum undir þrítugu gleymdur.

Steini. (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 11:43

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bessi var hinn tekniskasti og mesti spunakarl allra leikara á sinni tíð að mínum dómi.

Of lítið hefur varðveist af mestu snilldaratriðum hans. Auk þess var hann mjög góður í alvarlegum hlutverkum sem hann fékk allt of sjaldan að spreyta sig á, því miður. 

Ómar Ragnarsson, 31.3.2010 kl. 14:53

4 identicon

Nokkur hlutverk úr dramatíska horninu:

Bílaverkstæði Badda og Ryð

Skilaboð til Söndru

Á sama stað að ári.

Ég man samt ekkert hvaða rullu hann var með í 79 af stöðinni.

En góður var hann Bessi. Skil vel hví hann fékk Egner verðlaunin á sínum tíma.

Steini. (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband