Munum: Einn maður hefur þegar farist.

Það eru takmörk fyrir því hve nálægt hraunjöðrum er óhætt að fara. Þetta kom í ljós í Heklugosinu 1947 þegar glóandi hraunmoli féll úr hraunbrúninni og banaði Steinþóri Sigurðssyni jarðfræðingi. p1011300_976753.jpg

1947 hafði verið ívenju langt goshlé á Íslandi. Hekla hafði ekki gosið í 102 ár. Grímsvatnagos var 1934 en síðast gaus á aðgengilegum stað fyrir austan Heklu 36 árum fyrr. 

Engir Íslendingar höfðu því reynslu árið 1947 af því að ganga nálægt glóandi hraunstraumum og bröttum hraunjöðrum. p1011296_976754.jpg

Ekki á að ofvernda fólk á gosstöðvum en hins vegar að byggja að reynslu frá fyrri gosum þegar girt verður í kringum nýja hraunið á Fimmvörðuhálsi. Gott væri að með í för við að afgirða svæðið væri maður sem vanur er umgengni við glóandi hraun. 


mbl.is Hraunið verður afgirt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Mæl þú manna heilastur. En hver á að hafa vit fyrir Íslendingi í gallabuxum og á gúmmískóm sem þráir það heitast að leggja á sig ómælt erfiði til að horfa á landið sitt í allri sinni dýrð verða sér að aldurtila?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 31.3.2010 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband