Forspá "kverúlants" og "öfgamanns."

 Sumarið 2004 far eftirfarandi forspá sett fram á prenti undir fyrirsögninni: "Skömmin mun uppi um þúsundir ára." 

 "...Nú er að hefjast eitt stærsta efnahagslega fíkniefnapartí í sögu þjóðarinnar. Strax í upphafi varð þensla sem Seðlabankinn fann út að stafaði nær eingöngu af auknum viðskiptum með krítarkortum og á vordögum 2004 er eytt fjórfalt meira fé í erlend lán til uppkaupa á fyrirtækjum en til stóriðju. Það verður fjör og allir verða að vera með, annars eru þeir ekki samkvæmishæfir. ..." 

"...það þykir henta að kalla þá sem andæfa svallveislunni öfgamenn. Og eins og oft vill verða verður allt brotið og bramlað í húsnæðinu..." 

Það vill svo til að þessar tilvitnuðu setningar eru á blaðsíðu 17 í bókinni "Kárahnjúkar - með og á móti" sem fjallaði um upphaf svallveislunnar sem endaði haustið 2008. 

Þeir voru taldir úrtölumenn, kverúlantar, öfundarmenn, öfgamenn og fáráðar sem vöruðu við því strax í upphafi veislunnar 2002 og 2003 hvert stefndi. Ættu að fara í endurmenntun.

Geir Haarde segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sýni, að eftir 2006 hefði bönkunum ekki verið bjargað.

Á vordögum 2007 hengu samt uppi flennispjöld með mynd af honum og varaformanni Sjálfstæðisflokksins, sem letrað var á með risaletri: "Traust efnahagsstjórn" !

Meirihluti þjóðarinnar trúði þessu sem og ágæti stóriðjufyllerís, húsnæðislánaloforða, einkavinavæðingar, fjármálasprengingar. ofsaneyslu og gróða í erlendum lántökum.

Nú situr þjóðin í sárum í húsnæði, sem er brotið og bramlað eftir mesta fjármálafyllerí Íslandssögunnar, rétt eins og spáð var í Kárahnjúkabókinni.  


mbl.is „Skynjuðu að dansinum var að ljúka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lofsverð var nú lendingin mjúka,
loksins Haarde búinn að kúka,
og þegar Bretar sáu þann shit,
sorrí var Geir, but he didn't do it!

Þorsteinn Briem, 13.4.2010 kl. 15:30

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Gott að rifja þetta upp, Ómar. Þetta er hverju orði sannara.

Úrsúla Jünemann, 13.4.2010 kl. 15:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð átti soldinn snúð,
í sinni oggu litlu búð,
en enginn getur örlög flúið,
Össur kom og flestallt búið.

Þorsteinn Briem, 13.4.2010 kl. 16:58

4 identicon

Sæll Ómar,

Nú vaknar spurningin. Ætla menn að halda áfram á sama veg ?

Það er verið að skipuleggja stórfelld virkjanaáform með eignaraðild erlendra aðila.

Páll R. Steinarsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 07:15

5 Smámynd: Stefán Jónsson

Ágætis upprifjun Ómar og sannar enn og aftur að enginn er spámaður í eigin föðurlandi.
Ég sakna þess mest úr skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að ekki skuli horft meira til glæpsamlega lélegrar efnahags(ó)stjórnar Sjálfstæðisflokksins allan síðasta áratug, ásamt einræðistilburðum og virðingarleysi við lýðræði sem undirbjuggu jarðveginn fyrir fjármálaglæpina. Við fyrstu sýn þá leggur skýrslan alla áherslu á aðgerðaleysi og aulagang við björgunaraðgerðir, en horfir síður til þess hvernig hefði mátt afstýra hörmungunum.

Stefán Jónsson, 21.4.2010 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband