Grundvallarmunur á þotuhreyflum og bulluhreyflum.

Talsverðs misskilnings virðist gæta hjá fólki og jafnvel hjá þeim, sem fást við flug, varðandi muninn á þotuhreyflum og venjulegum bulluhreyflum lítilla flugvéla, sem ganga fyrir bensíni.

Bann á flugumferð í blindflugi og á þotum byggist á því að, eins og orðið blindflug ber með sér, getur flugmaður í blindflugi, sem flýgur inn í öskumettað loft illa varast það ef hann flýgur um svæði sem vindar bera ösku inn á.

Um litla flugvél í sjónflugi sem knúin er bulluhreyfli, sem er af nákvæmlega sömu gerð og hreyflar bensínknúinna bíla, gildir svipað og að um bíl væri að ræða.

Ekkert loft kemst inn í hreyfla þessara flugvéla og bíla nema hún smjúgi í gegnum loftsíu.

Skrúfuþotuhreyfla, líkt og á Fokker F50, landhelgisgæsluvélinni og þyrlunum, þekki ég ekki eins vel og bulluhreyfla og hreina þotuhreyfla, en reikna með því að eðlis síns vegna séu hreyflar skrúfuþotuhreyfla viðkvæmari fyrir ösku en bulluhreyflar í bílum og litlum flugvélum.

Eftir reynslu af flugi í 22 eldgosum í tæpa hálfa öld tel ég mig hafa nokkra reynslu af því hvað varast beri í flugi á litlum bensínknúnum flugvélum. Helst þarf að varast að aska falli á framrúður slikra flugvéla, vegna þess að þessar rúður eru úr viðkvæmu plastkenndu plexigleri.

Forðast ber að láta skrúfuspaðana lenda í grófu sand- eða öskufoki og með reynslunni og með því að nota upplýsingar veðurstofunnar fæst vitneskja um það hvernig fara á að því að fljúga litlum bensínknúnum flugvélum án skemmda. 


mbl.is Eldgosið truflar flugumferð í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Ágúst Óskarsson

Gott hjá þér ómar en ég átta mig ekki á því ,er askan virkilega komin til evrópu og þá t.d. til norges eða eru þetta eingöngu varúðarráðstafanir

Sæmundur Ágúst Óskarsson, 15.4.2010 kl. 08:35

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Sæll Ómar og takk fyrir þessar upplýsingar, en ég spyr á móti, hvað gerist þegar loftsíurnar stíflast ? þær get varla unnið sig lengi í gegnum mikla ösku án þess að stíflast.

Sævar Einarsson, 15.4.2010 kl. 10:24

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þær stíflast væntanlega á álíka löngum tíma og loftsíur á sams konar bullhreyflum í bílum stíflast.

Dæmi: Fyrsta dag Fimmvörðuhálsgossins var sagt að flugbann ríkti á línu frá Reykjavík til Þingvalla og síðan þaðan austur á Tindfjallajökul.

Allan þennan tíma óku bílar þó um Nesjavallaveginn og allt suðurland án vandræða og hefði því átt að vera ógætt að fljúga flugvél með sams konar hreyfli.

Í ljós kom raunar að þetta "flugbann" gilti aðeins í blindflugi, ekki sjónflugi.

En það var fólki ekki sagt.

Ómar Ragnarsson, 15.4.2010 kl. 11:32

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Háloftavindar eru mun hraðari en vindar niðri við jörð og miðað við upphaf gossins í gær getur aska því verið komin þessa leið.

Ómar Ragnarsson, 15.4.2010 kl. 11:33

5 Smámynd: Sævar Helgason

Loftsíurnar fyrir inntaksloftið á mótorinn hlýtur að vera varasamasti búnaðurinn.  Fínleiki öskunnar skiptir miklu máli . Loftsíur hleypa fínustu öskunni í gegn ca 8-10 mí  og þá er það magnið og keyrslutími mótors í þeim aðstæðum sem er ráðandi. Og síurnar geta stíflast .  Aska sem kemst inn á sylendrana virkar eins og slípimassi og veldur sliti. 

Þetta vandamál var ríkjandi í álverum fyrir nútímahreinsitækni í kerskálum. Súrálsrykið er fíngert og hart jarðefni. Þekkt dæmi voru á þeim stöðum að færi fartæki í kerskála loftsíulaust þá eyðilagðist mótorinn á innan við 2 klst gangtímum-ónýtur. 

Þetta er svona innlegg í eldgosaöskuna í andrúmsloftinu.

En Ómar býr að mikilli reynslu við flug við gosaðstæður og  þekkir þetta því vel.

Sævar Helgason, 15.4.2010 kl. 11:43

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hvernig með umferð bíla á höfuðborgarsvæðinu, ef verður öskufall?

Hve ört er rétt að skipta um loftsíu - olíusíu?

Er ef til vill umferð jafnvel ekki ráðleg?

--------------------------

Ég þekki heldur ekki nákvæmlega hverfilhreyfla.

En, eðli sínu skv. snúast hverflar mjög hratt, t.d. 15 - 20þ. snúninga á mín.

Þeir hafa einnig fíngerð blöð, þ.e. þotuhreyflar.

Má vera, að fartin sem er á snúningnum - hafandi í huga að skemmdir á hverfli geta hreinlega valdið sprengingu, þá telji menn rétt að fara varlega.

Lenti ekki flugvél í vandræðum yfir Kyrrahafi, þegar Mount Pintatubo gaus, fyrir nokkrum árum síðan?

Missti afl á hreyflum, en náði einum í gang á endanum?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.4.2010 kl. 13:41

7 identicon

"Reynsla" er ofmetin. Besta skýrgreining sem ég hef séð á reynslu er:

Að hafa reynslu er sama og segja að mistökin sem þú ert að gera, vitað og óvitað, hafa ekki grandað þér ennþá.

Eina reynslan sem er einhvers virði er sú sem ætti að hafa drepið þig en þú slappst. Varkárni, nákvæmni og skörp meðvituð athyglisgáfa að eðlisfari er munurinn á þeim sem vita hvað þeir eru að gera og hinum sem eru bara að sleppa.

Ég mæli með bókinni "Deep Survival," höf. Laurence Gonzales, sem vilja kynna sér þessi mál.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 14:17

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Án þess að læra af reynslunni gæti enginn maður hafa komist á legg, hvað þá lifað áfram. Brennt barn myndi aldrei forðast eldinn.

Í Heimaeyjargosinu 1973 var FRÚ-in á flugvellinum í Eyjum fyrstu nóttina þegar aska lagðist þar yfir.

Askan skemmdi framrúðuna og afturrúðurnar það mikið, án þess að flugvélin flygi, að ég varð að skipta um rúðu og sprauta alla vélina upp á nýtt eftir goslok.

Við þessa reynslu bættist síðan reynsla á öðrum sviðum í næstu tuttugu gosum á eftir.

Ég held að gildi reynslunnar og þekkingarinnar sem hún gefur sé vanmetin.

Bankamennirnir sem fóru um heiminn með drambsemi og stærilæti og settu land okkar á hausinn gerðu lítið úr reynslu erlendra bankamanna.

Hátternið í bólunni stóru og hruninu var ekki hvað síst mótað af orðunum ""reynsla"er ofmetin."

Og ætla menn ekkert að læra af því?

Ómar Ragnarsson, 15.4.2010 kl. 14:31

9 identicon

þegar aska kemst inní þotumótor breytist hún i gler!! og stíflar flest sem stíflast getur..þar til drepst á mótornum..þetta hefur gerst jafnvel á 4 þotuhreyflum samtímis á British Airways 747..

mögulega kemst askan líka inní loftkælikerfi rafmagns og tölvubúnaðar og skemmir tölvur og álíka..

stefán (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 18:13

10 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Hefði kannski heldur átt að setja þessa mína athugasemd hérna heldur en á "Katla miklu meira áhyggjuefni" "Well what the heck ! geri það bara líka:

það er mikið til í þessu Ómar, enda ert þú fróður vel um hvortveggja, flug og eldfjöll, en hef nú grun um að kannski hafi verið um vankunnáttu að ræða og heppni ráðið örlítið þarna í gamla daga líka, vegna þess að askan getur valdið ýmsum spjöllum öðrum en vélarstoppi þotu og skrúfuþotufhreyfla, sem eru auðvitað "opnir" fyrir umhverfinu, meðan "bullu" hreyflar fá sitt loft síað inn.

Þessu til áréttingar set ég hér með slóða á frétt sem var í norska Aftenposten í dag, annarsvegar um þotu að ræða Boeing 747 frá BA árið 1982 við Indónesíu og hins vegar skrúfuþotu, Lockheed Orion frá Norska flughernum, árið 1970 við Jan Mayen, báðar vélarnar urðu fyrir umtalsverðum skaða í viðbót við vélarstoppið á 747 vélinni, Orion vélin fékk ekki vélarstopp, en umtalsverða aðra skaða, öll sandblásin,mattar rúður, eyðilögð skrúfublöð omfl.

http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/article3607381.ece#xtor=RSS-3

Að þú sért enn á meðal vor Ómar eftir allar "glæfra" ferðirnar hlýtur að vera vegna töluverðs hlutfalls heppni í bland við alla reynsluna, sama hvað þú hefur oft opnað okkur dyr að atburðum sem maður hefði annars misst af.

Kristján Hilmarsson, 15.4.2010 kl. 18:55

11 Smámynd: Einar Steinsson

Hér er endurgerð á því sem gerðist í flugi BA-009 24. Júní 1982 þegar vélin flaug inn í gosmökk.

1. hluti: http://www.youtube.com/watch?v=QxhiJnhI-p4

2. hluti: http://www.youtube.com/watch?v=tID1GXF3Nwg

3. hluti: http://www.youtube.com/watch?v=ISFWIgoqSF8

Tilkynning flugstjórans til farþeganna (kemur ekki fram í þessum myndum) hefur verið lýst sem "a masterpiece of understatement" og er afskaplega skemmtilega "Bresk" þó farþegunum hafi væntanlega ekki þótt hún fyndin á meðan á þessu stóð:

"Ladies and Gentlemen, this is your Captain speaking. We have a small problem. All four engines have stopped. We are doing our damnedest to get them going again. I trust you are not in too much distress."

Einar Steinsson, 16.4.2010 kl. 09:51

12 Smámynd: Billi bilaði

Ég heyrði nú eina auglýsingu þar sem kom fram að aðeins væri um blindflug að ræða; þannig að almenningi var þá sagt frá því.

Annars sá ég alþingismenn fyrir mér þegar ég las orðið „bulluhreyfill“.

Billi bilaði, 16.4.2010 kl. 11:21

13 identicon

Vegna spurninga um útbreiðsluhraða má minna á að Laki byrjaði að gjósa í júní (1783) og um haustið sama ár varð uppskerubrestur og hungursneið í Japan af völdum gossins. Þorvaldur Þórðarson hefur mikið rannsakað Lakagosið og rakið útbreiðslu öskunnar og áhrif hennar. Gosið tengdist með ýmsum forvitnilegum hætti veraldarsögunni. T.d. rekur Benjamín Franklín viðvarandi mistur í Evrópu á árunum 1783 og 1784 í Evrópu og N-Ameríku og áhrif þess á hitastig.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 11:33

14 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Þetta er bara sandblástur i hreyflum

Halldór Sigurðsson, 16.4.2010 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband