Góð auglýsing ?

Kannski er það bara góð auglýsing fyrir Ísland að besta flugleiðin yfir Atlantshafið liggi yfir Ísland, ef á annað borð við höldum þessu á lofti. p1011521.jpg

Ég var austur við Hvolsvöll mestan part dagins og sá mun fleiri þotur fljúga hátt yfir í heiðríkjunni en vanalegt er. 

Gaman hefði verið að ná mynd af slíkri  þotu og sýna afstöðuna til gossins en það tókst ekki. 

Hér eru hins vegar tvær myndir frá því í morgun. 

Á þeirri efri sjást Fimmvörðuháls til hægri en Eyjafjallajökull til vinstri. p1011530.jpg

Á neðri myndinni er horft úr vestri yfir tind Eyjafjallajökuls, sem fer mikinná sviðinu, en í baksýn horfir Katla gamla á, kolsvört og kannski til í tuskið sem forðum? 


mbl.is Gífurleg flugumferð við Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kemur til að þú ert ekki með myndavél með þér Ómar? annars er það rétt að kannski er allt þetta bara góð auglýsing um Ísland eftir allt!!

Guðmundur Júliusson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 22:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er með sex myndavélar með mér, þrjár kvikmyndavélar og þrjár ljósmyndavélar. 

Tvær af hvoru eru varavélar ef eitthvað ber út af.

En það þýðir ekki að maður geti alltaf náð myndum af því sem mann langar til.

Ómar Ragnarsson, 8.5.2010 kl. 23:18

3 identicon

þetta er góð auglýsing fyrir Ísland því margir þar út vita ekki var Ísland á jörðinni og að Ísland sé Á jörðinni

Benni (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 03:08

4 identicon

Þetta er fínar myndir hjá þér Ómar, en mér datt í hug þú hlýtur að eiga fullt af flottum myndum í handraðanum, ertu með einhver albúm á Flickr eða einhverri svoleiðis síðu ?

Bjössi (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 06:33

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, þetta hefur verið látið nægja til þessa hjá mér. Tíminn er takmörkuð auðlind í jarðlífinu.

Ómar Ragnarsson, 9.5.2010 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband