Vindakerfið og staðbundnar aðstæður ráða oft.

Ég varð var við þetta fína duft í dag við Hótel Rangá en ekki þurfti að undrast það eftir flug þaðan til Vestmannaeyja og síðan í átt að Múlakoti og til baka á upphafsstað.

Þótt það væri róleg vestanátt í 1500 metra hæð gaf Veðurstofan upp breytilegan vind í 3000 metra hæð og greinilega mátti auk þess sjá hvernig loftið ofan af jöklinum skreið í neðri loftlögum niður hlíðar hans og sogaðist þaðan inn að lítilli hitalægð, sem myndaðist yfir austanverðu Suðurlandsundirlendinu. 

Suðurlandsundirlendið er stærsta undirlendi landsins og þar valda landfræðilegar aðstæður því að oft myndast þar sérstakar veðurfræðilegar aðstæður á sama hátt og jökulskjöldur Vatnajökuls myndar oft sitt eigið veðurkerfi. 

Ég efast um að þetta  komist alltaf inn í tölvulíkönin í London þar sem spár eru gerðar fyrir öskufall og tel því mikilvægt að reynt sé hér heima að finna út raunverulegar aðstæður fyrir hvern tíma frekar en að treysta eingöngu á spá í tölvulíkani.  


mbl.is Fín aska fellur á Hvolsvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Staðfest, og það er þarna sem gamlir bændur eru oft ennþá á undan veðurspánum. Þessar hitalægðir eru ekkert nýtt í hita og áttleysu.

Þetta er reyndar frekar óvenjulegt í maí, en gerist samt. Ágúst er klassískur þarna, þar sem að við viss skilyrði er pottþétt að myndist talsvert stór hitalægð sem veldur svo regndegi eftir hitann.En í gær var vel heitt, og í dag líka. Spurning hvort að áttin verði ákveðnari á morgun.

Í gær kom hingað (Garðsauka v. Hvolsvöll) svolítil aska úr alveg vitlausri átt, - vindpokinn stóð nánast á jökulinn. Þessi ýringur var svona frá 4 - 6, mest undir kl 5, og svo bara svona smá óþægðar-ryk. Var langt út á túni og grímulaus, - ekkert mál.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband