Slæmar fréttir og góðar fréttir.

Allt það gríðarlega magn ösku, sem sunnanátt bar frá Eyjafjallajökli norður yfir austurhluta Fljótshlíðar og um afréttina norður og austur af henni, allt frá Heklu og austur um, hefur nú verið rifið upp af stífri norðanátt sem hefur kaffært allt þetta svæði og Mýrdal og Eyjafjöll í dag. dscf5856_994145.jpg

Ég fór austur að Fljótsdal og til baka í dag og meðfylgjandi myndir, sem ég ætla að setja inn, sýna, að þarna var mikið öskumistur. 

Norðurflug, sem byrjað er að fljúga þyrlu frá Hótel Rangá að nýju, gat ekkert flogið í dag vegna öskumistursins og ekki flaug ég heldur.

Frá Fljótshlíð sást aðeins rétt suður á sléttuna niður af hlíðinni í stað þess að í svona veðri er venjulega frábært útsýni þar yfir sléttuna, Markafljót og Eyjafjallajökul, sem rís í suðri.dscf5854.jpg

Varla grillir á efstu myndinni í hús á sléttunni til vinstri á myndinni og askan þyrlaðist upp í hvirflum eins og sjá má. 

Það verður snúið viðfangsefni fyrir ferðaþjónustuna í sumar að standa þannig að málum að þetta bitni ekki illilega á henni á hinum vinsælu ferðamannaslóðum allt norðan frá Landmannaleið suður um Eyjafjöll og Mýrdal.

Þetta eru auðvitað slæmar fréttir en samt er hægt að sjá jákvætt við það að askan fjúki nú og raunar sem fyrst og mest á meðan aðal ferðamannatíminn er ekki hafinn. 

Því meira af öskunni sem vindurinn feykir nú á haf út, því minna verður af henni síðar í sumar þegar mest á ríður að hún geri sem minnstan óskunda. 


mbl.is Innandyra í öskufoki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Faxa með handlegg í fatla,
forsetinn spenntur og Katla,
hógvær í suðrinu hneggja,
og heiminn að fótum sér leggja.

Þorsteinn Briem, 26.5.2010 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband