Misjafnar kröfur.

Þótt Guðlaugur Þór Þórðarson hafi fengið mun hærri styrki fyrir prófkjörsbaráttu sína en Steinunn Valdís Óskarsdóttir fékk virðist einsýnt að aðeins hún og kjósendur hennar flokks telji rétt að hún víki af þingi vegna þessa.

Raunar streittist Steinunn Valdís of lengi við kröfum um að víkja, og það bætti því ekki skaðann nema að litlum hluta þegar hún gerði það allt of seint, rétt fyrir kjördag.

Ef engin krafa verður uppi um það innan Sjálfstæðisflokksins eða meðal kjósenda hans að Guðlaugur Þór geri hið sama og Steinunn Valdís sýnir það einfaldlega að innan flokksins og kjósenda hans sjái menn ekkert athugavert við ofurstyrki á borð við þá sem hann fékk.

Og jafnvel ekki að fyrirtæki styrki frambjóðendur vinstri flokka ef þeir lofa á móti að "láta þau í friði." 

Raunar er svo að sjá af skrifum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, helsti hugmyndasmiðsins á hægri væng stjórnmálanna, að eðlilegt að fyrirtæki styðji aðeins Sjálfstæðisflokkinn og frambjóðendur hans en ekki aðra flokka. 

Það sé eðlilegt vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé eini flokkurinn sem sé fyrirtækjum velviljaður, - aðrir flokkar séu á móti fyrirtækjum og velgengni þeirra.

Ekki er að sjá að Hannes sjái neitt athugavert við það að fyrirtæki styrki einstaka frambjóðendur vinstri flokka ef þeir á móti lofa því að draga úr eða hætta áróðri gegn þessum fyrirtækjum.  

Einvern tíma hefði slíkt samkomulag verið kallað mútur en við lifum á nýjum tímum. 


mbl.is Guðlaugur fékk hæstu styrkina frá Baugi, Fons og FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

en við lifum í nýjum timum!.Já, en þetta eru sömu tímar og áður! Passaðu tungu þína. Ekkert  hefur breyst síðastliðin ár, eða frá ég fæddist. Margir skora mig á hólm það er þessvegna að þeir þekkja mig ekki og vita ekki hver ég er?

Eyjólfur Jónsson, 4.6.2010 kl. 20:34

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Fruin var annsi "blásin" þegar ég keirði framhjá henni í gjær. þú varst á hlaupum frá vélinni. Það getur ekki verið létt að halda  úti flugvél þarn í rokinu og móðunni?

Eyjólfur Jónsson, 4.6.2010 kl. 20:40

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hann á að víka tafarlaust!

Sigurður Haraldsson, 4.6.2010 kl. 20:55

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Í siðuðum samfélögum kallast þetta enn  MÚTUR  !

Erla Magna Alexandersdóttir, 4.6.2010 kl. 21:41

5 identicon

Flott tímasetning hjá GUðlaugi til að birta styrkina. Læddi þessu inn með ósk um að fréttin hyrfi í Gnarrumr´ðunum í dag. Þeir kunna þetta þessir slóttugu stjórnmálamenn.Enda rottur í jakkafötum.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 22:48

6 Smámynd: Rauða Ljónið

 Er nú ekki komið nóg með Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Guðlaugs Þórs og þá sem þáðu styrki á sínum tíma þá lá allt upp á borðinu hversvegna þar þetta skítkast alltaf í gangi ærumeiðingar mannorðsmorð að verða í gangi og menn telja sjálfan sig vera betri en Jesú Kristur en sögðu ekkert á sínum tíma en fannst þetta vera sjálfsagt þurfa svo að upp hefja sjálfa sig með því að stela æru annarra komu nú þeir sem í gler húsi búa fram með sína geislabaugi..
Ómar hefur þú aldrei,  aldrei,  aldrei, þáð styrki , sýndu nú drengskap hann prýðir manninn og skoðaðu þinn eigin rann.

Kv.Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 4.6.2010 kl. 23:02

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Árið 2001 byrjaði ég kvikmyndagerð á eigin vegum og gerði tvær myndir, "Á meðan land byggist" og erlenda útgáfu, nokkuð breytta, "In memoriam?"

Í þessa viðamiklu kvikmyndagerð eyddum við hjónin eigum okkar og búum síðan í 70 fermetra leiguíbúð í blokk. Allar umleitanir til Kvikmyndasjóðs hafa verið árangurslausar. 

Mun það einsdæmi um Edduverðlaunamynd. 

Nú hef ég byrjað á átta heimildarmyndum um íslenska náttúru sem allar eru stopp vegna fjárskorts.

Sú dýrasta, "Örkin", er afrakstur 80 ferða minna frá Reykjavík upp á austurhálendið, siglinga á Örkinni, flugs yfir svæðið og aksturs og göngu um það í alls 200 daga. 

Á sama tíma og þessi kvikmyndagerð stóð varði Landsvirkjun 56 milljónum í heimildarmyndagerð um framkvæmdirnar þar sem stærstu framkvæmdinni; Hálslóni, var algerlega sleppt sem og því að fjalla um svæðið og náttúrperlurnar, sem fórnað var. 

Ég sótti um styrk og fékk 8 milljónir, - seinna 7 milljónir hjá einkafyrirtæki. Mín mynd hefur kostað miklu meiri vinnu en 56 milljón króna myndin um mannvirkin. 

Ekki var hægt að gera þetta nema að sofa í nær verðlausum gömlum bílsdruslum og nærast á einföldum mat. 

Ég get ekki sagt að ég hafi gist í hóteli í níu ár á ferðalögum mínum. Um daginn varð ég að hringja í 118 til að vita hvar Hótel Rangá var, af því að ég þurfti að hitta þar erlent sjónvarpsfólk. 

Samning um 7 milljón króna framlag til að klára tökurnar var ekki hægt að efna því að fyrirtækið varð gjaldþrota. 

Ég neyddist til að klára myndatökur af því þegar Hjalladal var söikkt í drullu. 

Við hjónin sitjum uppi með ófullgerða mynd og 4 milljón króna vondan skuldabagga. 

Ég ek um á ódýrasta, einfaldasta og minnsta bíl landsins. 

Ég hef aldrei þáð krónu í styrk vegna stjórnmálavafsturs míns, unnið allt kauplaust og borgað með mér. 

Þetta er nú "glerhúsið" sem Sigurjón gefur í skyn að ég lifi í til að "stela æru annarra" með því einu að ræða án nokkurra eigin dóma um mismunandi viðbrögð tveggja stjórnmálamanna. 

Ómar Ragnarsson, 4.6.2010 kl. 23:54

8 Smámynd: Bragi Sigurður Guðmundsson

Ekki er ólíklegt að Ómar Ragnarsson verði talinn einhver merkasti íslendingurinn sem við höfum átt.  Fáir hafa gert meira fyrir þjóð sína.

Ómar hefur komið víða við og ýmis verk hans eins og t.d. Stiklur eru hreinar gersemar, (ég nota ekki orðið þjóðargersemar því ég held að þetta séu gersemar fyrir miklu fleiri þjóðir en Ísland). 

Því þykir mér sorglegt þegar menn reyna að gera Ómar tortryggilegan án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því en þá er að minna á að Ómar er stundum með aðra sýn en meirihluti almennings. Flesta óvildarmenn sína tel ég að Ómar hafi eignast með að vera gagnrýninn á Kárahnjúkavirkjun sem reyst var á mesta þenslutímanum og jók þannig peningalegt tjón okkar Íslendinga jafnframt því að spilla ósnertri náttúrunni þegar upp var staðið. En þá er að muna að: Segðu fólki það sem það þegar veit og skilur og þér verður þakkað. Segðu fólki það sem það ekki veit og skilur og þú verður fordæmdur.....

Kveðja frá Kína

sbg

Bragi Sigurður Guðmundsson, 5.6.2010 kl. 00:45

9 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Ómar ég á við umræðuna allmennt  séð sem er nú í gangi en var ekki að beina orðum mínum að þér  en öðrum en ekki persónu gera við þig sem einstakling það er annað hvort miskili er misritað hjá mér en við verðum að skoða málin að drengskap og gæta að okkur að ekki sé fari fram úr í orðanna vali.
Þú þekkir það vel  með þau níð sem skrifuð vorum um börnin þín sem vinna sem blaðamenn mér fannst það vera sem níðskrif að verstu sort þar sem þeim vegna tjáningar þeirra vegna túlkun þeirra á fréttum og það gekk fram af mér sem og önnur skrif sem lúra að mannorðamorði.

Hafi ég gengið og langt í skrifum mínum varðandi þig beðist ég velvirðingar ,en er ekki máli það að jafnt sé komið með þér og mér að við getum farið fram úr okkur.

Ásökun mín  um stela æru annarra var ekki sett fram um þig heldur um það allmennt séð það sem hefur ratað á blað og á rafrænar færslur frá þeim er tjá sig með þeim hætti er ekki öllu til sóma.

Með vinsemd  og kveðju, Sigurjón Vigfússon og biðst velvirðinga hafi ég vegið ómaklega að þér sú var ekki ætlunin heldur að bryta umræðunni aðrir hafakomið inn og svarað pistli þínum án þess að skoða málin í heild.

Rauða Ljónið, 5.6.2010 kl. 00:50

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það sem mér fynnst skondnast og jafnframt hjákátlegast, er að mennirnir sem tóku undir með bankastjóranum í söngnum um Baugsmiðla, Baugspenna, Baugs þetta og Baugs hitt, voru á sama tíma á Baugsspenanum.

Brjánn Guðjónsson, 5.6.2010 kl. 02:06

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Í síðustu alþingiskosningum, kosningum eftir hrunið, var baráttan teiknuð af einum útrásarvíkingum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Í stað þess að ræða um þau brýnu verkefni sem fyrir lágu var rætt um styrki og fjölmiðlaveldinu beitt til þess. Ekki vegna þess að þessir styrkir væru ólöglegir, nei vegna þess þá var hægt beina sjónum frá óþægilegri verkum útrásarvíkinganna. Samfylkingin var þegar á vagni Jóns Ásgeirs. Þegar í ljós kom í lok kosningabaráttunnar að hluti frambjóðendanna sem fordæmdu sem mest, voru styrkhafar, vildu þeir ekki ræða málin fyrir kosningar. Þar á meðal var Steinunn Valdís. Eftir kosningar var málið auðvitað ekki rætt meira, enda hafði ekkert með hag þjóðarinnar að gera. Þessu gleymdu kjósendur hins vegar ekki og Steinunn Valdís varð að bera ábyrgð, sem er það erfiðasta sem fulltrúar Samfylkingarinnar virðast eiga erfiðara með  að bera umfram aðra flokka. 

Viðhorf Bjarna Benediktssonar hefur skýrt komið fram og Guðlaugi Þór er ekki stætt. Hann verður neyddur til að segja af sér.

Mér finnst ósmekklegt í þessari umræðu að blanda saman styrkjum til Ómars Ragnarssonar þó að hann hefji umræðuna. Þeir styrkir eru af allt örum toga. Fjárlaganefnd ætti að setja sérstakt fjármagn til kvikmyndagerðar eins og þeirrar sem Ómar vinnur að, það má víða skera niður í ríkiskerfinu til þess ná því fjármagni. Er sannfærður um að væri hægt að ná þverpólitísku samkomulagi. 

Sigurður Þorsteinsson, 5.6.2010 kl. 09:29

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í mínum huga er Ómar Ragnarsson einn af risum samtíðar sinnar á Íslandi og ætti að njóta í það minnsta lágmarksvirðingar. Þessar upplýsingar sem hann var nánast manaður til að birta og snúa að fjármögnun á umræddri kvikmynd eru stjórnvöldum og þó sérstaklega Menntamálaráðuneyti til skammar.

Fyrir ekki mörgum árum bauð Ómar sig fram til Alþingis fyrir hönd nýstofnaðs stjórnmálaafls. Ekki hafði hann né flokkurinn erindi sem erfiði þótt litlu munaði reyndar.

Nú fyrir nokkrum dögum efndi vinsæll gamaleikari til framboðs í borgarstjórn og stóð ekki fjarri því að ná hreinum meirihluta eftir fárra manaða "kosningabaráttu!"

Hann er nú að taka við sem borgarstjóri Reykjavíkur.

Vill einhver bera verk Ómars Ragnarssonar og þrotlausa baráttu hans fyrir náttúruvernd - saman við verk Jóns Gunnars Kristinssonar sem nú tekur við stjórn á stærsta fyrirtæki þjóðarinnar?

Árni Gunnarsson, 5.6.2010 kl. 10:15

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Guðlaugi Þór er ekki sætt lengur, þetta vita allir nema hann. Svo er um marga fleiri þingmenn í öllum gömlu flokkunum, styrkþegar eiga að sjá sóma sinn í að víkja af þingi, verst er að margir varamanna þeirra eru í reynd í sömu sporum.

Forusta Sjálfstæðisflokksins hlýtur að taka fram fyrir hendurnar á Guðlaugi Þór og vísa honum af þingi.

-

Varðandi skrif Sigurjóns Vigfússonar hér fyrir ofan um störf og gerðir Ómars, vil ég benda fólki á að slík skrif eru ekki sæmandi neinum.  Ómar Ragnarson er óumdeilanlega frumkvöðull á sviði landverndar, þó ýmist annað gott fólk hafi talað máli umhverfisverndar á undan honum, kemst enginn í hálfkvist við Ómar í framsetningu og raunverulegri kynningu á þessum málum. Slíkir menn verða oft umdeilanlegir og hefur Ómar fengið góðan skammt af skömmum. Hann ætti þó að vera komin yfir það að fá á sig ósanngjarna gagnrýni um sína sýn á náttúruvernd!

Ekki má gleyma þeirri landkynningu sem Ómar hefur unnið, fáir ef nokkrir hafa gert jafn góða þætti um land og þjóð. Þessir þættir eru enhver mesta og besta landkynning sem gerð hefur verið og mætti nota meira núna þegar verið er að fara í kynningarátak erlendis. Það á sennilega engin þjóð á jarðarkringlunni eins góðar samtímaheimildir um land sitt og þjóð eins og Stiklurnar eru. Þar tóks Ómari að fanga heimildir sem útilokað er ná ná í dag, heimildir sem eru þegar orðnar ómetanlegar!

Sagan mun dæma Ómar, ég er ekki í neinum vafa um hver sá dómur verður!!

Gunnar Heiðarsson, 5.6.2010 kl. 13:44

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sjálfstæðisflokkurinn ásamt hinum þrem svo kölluðum aðalflokkum eru að dæma sjálfa sig til dauða með aðgerðarleysi sínu gegn spillingunni hjá þeim sjálfum!

Sigurður Haraldsson, 7.6.2010 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband